Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 19. febrúar 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Sóknarmannaskortur hjá Spurs
Gedson Fernandes byrjar hjá Tottenham.
Gedson Fernandes byrjar hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Hvað gera Papu Gomez og félagar í Atalanta í kvöld?
Hvað gera Papu Gomez og félagar í Atalanta í kvöld?
Mynd: Getty Images
Klukkan 20:00 halda 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar áfram að rúlla, en í gær fóru fram tveir leikir.

Í kvöld eru aðrir tveir leikir. Lærisveinar Jose Mourinho mæta RB Leipzig, sem er að gera athyglisverða hluti í Þýskalandi undir stjórn hins 32 ára gamla Julian Nagelsmann. Leipzig er í öðru sæti þýsku úrvalsdseildarinnar, stigi á eftir Bayern.

Það má segja að þetta sé nýi skólinn gegn gamla skólanum; Mourinho gegn Nagelsmann. Mourinho hefur allt unnið og er einn sá sigursælasti í bransanum á meðan Nagelsmann er á mikilli uppleið.

Leikurinn í kvöld fer fram á hinum glæsilega heimavelli Tottenham í London. Son Heung-min og Harry Kane eru á meiðslalistanum hjá Tottenham og byrjar liðið ekki með neinn nátturulegan framherja.

Tottenham vann 3-2 sigur á Aston Villa um síðustu helgi. Frá þeim leik koma Gedson Fernandes og Giovani Lo Celso inn í byrjunarliðið.

Hjá Leipzig byrjar Ethan Ampadu, lánsmaður frá Chelsea, nokkuð óvænt, en hann hefur ekki byrjað leik í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Timo Werner og Patrik Schick eru fremstir hjá Leipzig.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Davies, Winks, Gedson, Lo Celso, Dele, Bergwijn, Lucas.
(Varamenn: Gazzaniga, Vertonghen, Tanganga, Dier, Skipp, Ndombele, Lamela)

Byrjunarlið Leipzig: Gulácsi, Mukiele, Ampadu, Klostermann, Halstenberg, Angelino, Laimer, Nkunku, Sabitzer, Schick, Werner.
(Varamenn: Mvogo, Haidara, Poulsen, Forsberg, Lookman, Wolf, Olmo)

Vantar marga hjá Valencia
Í hinum leik kvöldsins eigast við ítalska félagið Atalanta og Valencia frá Spáni. Leikurinn er heimaleikur Atalanta en verður spilaður á San Siro í Mílanó þar sem heimavöllur Atalanta uppfyllir ekki skilyrði UEFA.

Alessandro Florenzi, Gabriel Paulista, Ezequiel Garay og fleiri eru á meiðslalista. Francis Coquelin, Rodrigo, Manu Vallejo og Cristiano Piccini eru líka fjarri góðu gamni fyrir leikinn.

Þá er markvörðurinn Jasper Cillessen á bekknum þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Atalanta er í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á meðan Valencia er í sjöunda sæti á Spáni.

Byrjunarlið Atalanta: Gollini, Toloi, Palomino, Djimsiti, Hateboer, De Roon, Freuler, Gosens, Pasalic, Ilicic, Gomez.
(Varamenn: Sportiello, Caldara, Tameze, Muriel, Malinovskyi,
Castagne, Zapata)


Byrjunarlið Valencia: Doménech, Wass, Mangala, Diakhaby, Gaya, Torres, Parejo, Kondogbia, Soler, Gomez, Guedes.
(Varamenn: Cillessen, Correia, Costa, Gameiro, Cheryshev, Sobrino, Gutierrez)

miðvikudagur 19. febrúar
20:00 Atalanta - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Tottenham - RB Leipzig (Stöð 2 Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner