Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 19. febrúar 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Davíð ráðlagði Valgeiri að vera áfram leiðinlegur á velli
Davíð og Eiður Aron haus í haus
Davíð og Eiður Aron haus í haus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson var fyrr í dag til viðtals um tíma sinn til þessa hjá Brentford. Valgeir svaraði einnig spurningum um síðasta tímabil HK, U21 landsliðið og skapið á sér svo eitthvað sé nefnt.

Viðtalið við Valgeir:
Valgeir „gæti eiginlega ekki verið sáttari" hjá Brentford og dreymir um lokakeppnina

Valgeir var einnig spurður út í samskipti sín við Davíð Þór Viðarsson. Einhverjir muna eftir því þegar Davíð reif Valgeir úr stuttbuxunum í leik árið 2019. Svona lýsti Valgeir atvikinu á sínum tíma:„... það var smá vandræðalegt þegar Davíð Þór Viðarsson reif mig úr stuttbuxunum í leik og þegar maður horfði á það í Pepsi mörkunum."

Valgeir lét Davíð finna fyrir sér í leiknum og sagði í spjalli við Fótbolta.net svo frá: „Það var ógeðslega skemmtilegt. Maður vissi alveg hver hann var fyrir leikinn, algjör goðsögn hjá FH. Ég hef virkilega gaman að því að vera í einvígum við menn. Ég þekki hann því við vorum saman í líkamsrækt hjá Spörtu. Hann hefur hjálpað mér mikið með fótboltann og er frábær náungi."

Orðin „hann hefur hjálpað mér mikið með fótboltann" vöktu athygli fréttaritara. Það skal tekið fram að undirritaður efast ekki um að Davíð sé frábær náungi, sennilega hefur enginn verið nefndur oftar 'mest óþolandi andstæðingur' í hinni hliðinni en einmitt Davíð Þór, fyrir utan mögulega Jóhann Helga Hannesson. Hitt vakti einfaldlega meiri athygli á þessum tímapunkti. Valgeir var spurður út í hjálp Davíðs:

Hvernig hefur Davíð Þór hjálpað þér með fótboltann?

„Við Davíð vorum báðir hjá líkamsræktarstöðinni Spörtu, við áttum gott spjall saman einn daginn. Hann leiðbeindi mér og hjálpaði mér með marga hluti," sagði Valgeir.

„Það sem ég tók helst út úr samtalinu okkar saman voru sögurnar hans frá atvinnumennsku. Hann sagði mér að í atvinnumennsku þarftu að hafa hausinn í lagi og sýna þolinmæði. Síðan sagði hann við mig að vera áfram leiðinlegur inn á vellinum og gefa ekkert eftir, bæði á æfingum og í leikjum," bætti Valgeir við.

Viðtalið við Valgeir:
Valgeir „gæti eiginlega ekki verið sáttari" hjá Brentford og dreymir um lokakeppnina
Athugasemdir
banner
banner