Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 19. febrúar 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd gæti lent í vandræðum ef Shaw nær ekki bata
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Luke Shaw var skipt af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks er Manchester United lagði Luton Town að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta var fimmti sigur Man Utd í röð í öllum keppnum með Shaw í byrjunarliðinu, en hann missti af nokkrum leikjum þar á undan vegna meiðsla sem héldu honum frá í einn mánuð.

Shaw fann fyrir óþægindum og bað um skiptingu, en þjálfarateymi Rauðu djöflanna býst ekki við að meiðslin séu alvarleg. Þeir vonast til að bakvörðurinn verði klár fyrir leik liðsins á heimavelli gegn Fulham næsta laugardag.

Ljóst er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, gæti lent í vandræðum ef Shaw getur ekki ferðast með til Craven Cottage.

Portúgalski hægri bakvörðurinn Diogo Dalot leysti Shaw af hólmi í vinstri bakvarðarstöðunni síðast þegar hann meiddist en nú er staðan önnur vegna meiðsla hjá Aaron Wan-Bissaka.

Eftir meiðsli Wan-Bissaka á dögunum er Dalot eini bakvörðurinn í leikmannahópi Rauðu djöflanna sem er heill heilsu.

Því er óljóst hver mun spila í bakverði ásamt Dalot í næstu leikjum Rauðu djöflanna ef Shaw nær ekki bata nógu skjótt, en það eru nokkrir leikmenn sem koma til greina. Miðjumaðurinn Sofyan Amrabat getur spilað sem bakvörður og þá eru nánast allir miðverðir Rauðu djöflanna heilir heilsu, þeir geta brugðið sér í bakvarðarstöðurnar í neyð.

Tyrell Malacia og Lisandro Martinez, sem eru báðir öflugir sem vinstri bakverðir, eru enn meiddir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 30 12 8 10 55 52 +3 44
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 31 9 8 14 32 42 -10 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner