Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sævar Atli klár í slaginn - Þurfti að sauma átta spor í andlitið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sævar Atli Magnússon meiddist í leik Lyngby gegn Horsens í dönsku deildinni í dag. Hann fékk þungt höfuðhögg og var hræðsla um að landsliðsverkefnið væri í hættu.


Sævar var valinn í landsliðshópinn sem spilar gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM í vikunni. Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður Sævars greindi frá því á Twitter að leikmaðurinn verði klár í slaginn fyrir leikina.

Það þurfti að sauma átta spor í andlitið á honum og hann var heppinn að fá ekki heilahristing.

Sævar Atli spilaði sína fyrstu A landsleiki í janúar í æfingaleikjum gegn Svíþjóð og Eistlandi.

Á fimmtudaginn, 23. mars, hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Næsta sunnudag er síðan útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner