
Sævar Atli Magnússon meiddist í leik Lyngby gegn Horsens í dönsku deildinni í dag. Hann fékk þungt höfuðhögg og var hræðsla um að landsliðsverkefnið væri í hættu.
Sævar var valinn í landsliðshópinn sem spilar gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM í vikunni. Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður Sævars greindi frá því á Twitter að leikmaðurinn verði klár í slaginn fyrir leikina.
Það þurfti að sauma átta spor í andlitið á honum og hann var heppinn að fá ekki heilahristing.
Sævar Atli spilaði sína fyrstu A landsleiki í janúar í æfingaleikjum gegn Svíþjóð og Eistlandi.
Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior ?????????????? pic.twitter.com/4aGQyAFFp0
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Athugasemdir