Völsungur hefur tilkynnt afar öflugt þjálfarateymi fyrir meistaraflokk kvenna, þar sem Sarah Elnicky og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson eru saman aðalþjálfarar.
Aðalsteinn Jóhann, eða Alli Jói, hefur stýrt kvennaliðinu síðustu fimm tímabilin og var Sarah ráðin sem aðstoðarþjálfari í fyrra. Nú verður hún í stærra hlutverki en áður á meðan Alli Jói þjálfar áfram meistaraflokk karla sem leikur í Lengjudeildinni komandi sumar.
Völsungur leikur í 2. deild kvenna eftir að hafa mistekist að komast upp um deild í fyrra og er stefnan sett á að sigra deildina í ár.
„Við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs og kynnum inn aðra viðbót á morgun," segir meðal annars í tilkynningu frá Völsungi.
Sarah er 42 ára frá Bandaríkjunum en hún hefur leikið og þjálfað í Svíþjóð stóran hluta ferilsins.
Athugasemdir