Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   mið 19. mars 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þórður Sveinn skrifar undir sinn fyrsta samning við Val
Mynd: Valur
Þórður Sveinn Einarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning hjá Vals sem gildir út árið 2027.

Þórður er fæddur árið 2006 og hefur verið lykilmaður í yngriflokkum Vals. Hann hefur fengið tækifæri með meistaraflokknum í vetur en hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, hann var í hópnum þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á ÍR í gær.

„Doddi er strákur sem getur orðið lykilmaður hjá okkur í Val enda er hann frábær leikmaður. Hann hefur æft vel með meistaraflokki í vetur og stóð sig hrikalega vel í æfingaferðinni á Spáni nú í mars. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengjum að sjá einhverjar mínútur af honum í sumar. Hann hefur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og er með frábæra löpp,“ er haft eftir Birni Steinari Jónssyni formanni knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningunni.

„Mikill heiður að fá samning hjá mínum uppeldisklúbbi og fyrir það er ég þakklátur. Það hefur verið afar lærdómsríkt að vera hluti af þessum hópi í vetur og ég hlakka til sumarsins. Meðfram æfingum með meistaraflokki hef ég verið á aukaæfingum hjá Chris Brazel sem hafa hjálpað mér mikið í að bæta minn leik. Maður finnur fyrir breyttum áherslum hjá klúbbnum og ég mun nýta þetta tækifæri.“ er haft eftir Þórði í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner