Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. apríl 2021 12:33
Elvar Geir Magnússon
Fimm sem orðaðir eru við stjórastöðu Tottenham
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í stjóraleit eftir að Jose Mourinho var rekinn í morgun. Eftir dapra frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni fékk Mourinho sparkið en um næstu helgi á Tottenham að mæta Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins.

Enskir fjölmiðlar segja að Ryan Mason og Chris Powell eigi að taka við liðinu tímabundið. Mirror hefur sett saman fimm manna lista yfir mögulegum kostum fyrir Tottenham í stjórastólinn. Eru þessir á blaði hjá stjórnarformanninum Daniel Levy?

Julian Nagelsmann
Líklegastur hjá flestum veðbönkum og sá sem flestir stuðningsmenn vilja sjá. Þessi 33 ára stjóri hefur gert frábæra hluti í þýska boltanum og stýrði RB Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Hans lið er sem stendur í öðru sæti þýsku deildarinnar.

Þar sem Hansi Flick ætlar að hætta með Bayern München, og tekur væntanlega við þýska landsliðinu, þá gæti Tottenham fengið harða samkeppni um Nagelsmann frá Bæjaralandi.



Brendan Rodgers
Hlutabréfin í Rodgers hafa hækkað enn frekar á þessu tímabili eftir frábæra frammistöðu Leicester City. Liðið er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því bíður FA bikarúrslitaleikur gegn Chelsea. Sagt er að Levy sé aðdáandi hans.

Massimiliano Allegri
Hefur verið orðaður við öll stór stórf síðan hann yfirgaf Juventus 2019. Er með sex Ítalíumeistaratitila á ferilskrá sinni, með AC Milan og Juventus. Viðurkenndi í fyrra að hann væri að læra ensku og hefði áhuga á að starfa í ensku úrvalsdeildinni.

Steven Gerrard
Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool hefur gert frábæra hluti með Rangers í Skotlandi. Það yrði þó vissulega ákveðin áhætta að ráða Gerrard þar sem hann er ekki með mikla reynslu á hæsta stigi.

Ledley King
Þessi fyrrum leikmaður Tottenham er í gríðarlega miklum metum eftir að hafa spilað fjórtán tímabil hjá félaginu. Hann hefur verið í þjálfarateymi Jose Mourinho. Reynsluleysi hans í þjálfun gerir þó að verkum að það yrði tekin áhætta með að ráða hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner