
„Þetta var 'off' leikur hjá okkur. Við byrjuðum á að skora en byrjum samt ekki vel því við vorum komnir 2-1 undir (eftir 34 mínútur)."
„Í fyrri hálfleik var eins og við værum ennþá á leiðinni til Akureyrar. Segi ekki að ferðalagið hafi setið í okkur, fannst við bara ekki ná að byrja leikinn almennilega, vorum eftir á í öllu," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.
Það voru tólf gul spjöld í leiknum og Jói tók leikmenn af velli í leiknum sem voru komnir með gult.
„Í fyrri hálfleik var eins og við værum ennþá á leiðinni til Akureyrar. Segi ekki að ferðalagið hafi setið í okkur, fannst við bara ekki ná að byrja leikinn almennilega, vorum eftir á í öllu," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.
Það voru tólf gul spjöld í leiknum og Jói tók leikmenn af velli í leiknum sem voru komnir með gult.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 1 ÍR
„Maður er líka að reyna hreyfa við liðinu, maður er að velja á milli leikmanna og þarf kannski aðeins að spá í því hverjir eru á gulu spjaldi líka."
„Þetta var þannig leikur að það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði komið rautt spjald, það var mikið um ýtingar."
Fjórir leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá ÍR voru ekki með í dag þar sem þeir voru erlendis. Það voru þeir Alexander Kostic, Marc McAusland, Ágúst Unnar Kristinsson og Arnór Sölvi Harðarsson.
„Þannig gerjaðist þetta bara hjá okkur, þetta er af persónulegum ástæðum hjá þeim öllum. Auðvitað hittir það illa á og er leiðinlegt. Það er með algjöru leyfi frá okkur," segir Jói.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. ÍR undirbýr sig núna undir komandi átök í Lengjudeildinni en næst efsta deild hefst eftir tvær vikur.
Athugasemdir