Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fór betur en áhorfðist - Varnarmaður Brighton útskrifaður af sjúkrahúsi
Mynd: EPA
Jan Paul van Hecke, varnarmaður Brighton, var borinn af velli eftir að hafa skallað saman við Yunus Konak leikmann Brentford í leik liðanna í gær.

Hann var borinn af velli með hálskraga og með súrefnisgrímu og var sendur upp á sjúkrahús.

Brighton hefur sent frá sér tilkynningu um að hann hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

„Við þökkum fyrir öll áhyggjufullu og stuðningsskilaboðin til JP," segir í tilkynningu frá Brighton.

Van Hecke skall með hnakkann í ennið á Konak en miðjumaður Brentford gat gengið af velli.

„Við óskum honum alls hins besta og vonandi mætir hann fljótlega aftur á völlinn," sagði Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, eftir leikinn
Athugasemdir
banner