Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Sex mörk og rautt spjald í sigri Brentford á Brighton - Man City kláraði Everton í lokin
Bryan Mbeumo var allt í öllu hjá Brentford
Bryan Mbeumo var allt í öllu hjá Brentford
Mynd: EPA
Mateo Kovacic skoraði laglegt mark
Mateo Kovacic skoraði laglegt mark
Mynd: EPA
Jarrod Bowen skoraði er West Ham tapaði stigum gegn botnliði Southampton
Jarrod Bowen skoraði er West Ham tapaði stigum gegn botnliði Southampton
Mynd: EPA
Kamerúnski framherjinn Bryan Mbeumo skoraði tvö mörk er Brentford vann Brighton, 4-2, í fjörugum leik í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum í dag. Man City vann þá Everton, 2-0, á Goodison Park, en bæði mörkin komu undir lok leiksins.

Mbeumo kom sér strax á blað á 9. mínútu leiksins. Keane Lewis-Potter átti algera konfektsendingu inn fyrir á Mbeumo sem komst einn í gegn og skoraði.

Brighton pressaði á Brentford í leit að jöfnunarmarki og kom það rétt áður en fyrri hálfleiknum lauk. Mats Wieffer kom boltanum fyrir markið og á Danny Welbeck sem var í hörku baráttu við varnarmenn Brentford en náði einhvern veginn að koma hausnum í boltann og skila honum í netið.

Heimamenn áttu kröftuga byrjun á síðari hálfleiknum. Mbeumo skoraði annað mark sitt er hann 'krullaði' boltanum með vinstri fæti og neðst í vinstra hornið, en Bart Verbruggen átti að gera betur í markinu.

Yoane Wissa skoraði þriðja marki tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Mbeumo á hægri vængnum. Wissa fékk boltann í miðjum teignum og fór hann þaðan af varnarmanni og í netið.

Það varð enn svartara fyrir Brighton. Joao Pedro var rekinn af velli á 62. mínútu. Hann og Nathan Collins héldu í hvorn annan við miðsvæðið áður en Pedro sló til Collins. Dómarinn ráðfærði sig við VAR áður en hann lyfti upp rauða spjaldinu.

Kaoru Mitoma, lykilmaður Brighton, kom inn af bekknum í þessum leik og tókst að minnka muninn áður en Christian Norgaard innsiglaði sigur Brentford með skalla undir lokin.

Brighton er áfram í 10. sæti með 58 stig en Brentford náði að komast upp í 11. sæti og er nú tveimur stigum frá Brighton-mönnum.

Crystal Palace og Bournemouth gerðu markalaust jafntefli á Selhurst Park.

Heimamenn í Palace spiluðu manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk að líta tvö gul spjöld á rúmum fimmtán mínútum.

Bournemouth átti urmul af færum í síðari hálfleik en Dean Henderson var að eiga stórleik og læsti búrinu.

Lokatölur á Selhurst Park 0-0. Bournemouth er í 8. sæti með 49 stig en Crystal Palace með 44 stig í 12. sæti.

Manchester City vann 2-0 útisigur á Everton á Goodison Park.

Everton-menn áttu besta færi fyrri hálfleiksins er James Tarkowski stangaði hornspyrnu James Garner í stöngina. Kevin de Bruyne fékk ágætis færi hinum megin en Jake O'Brien náði að bjarga á síðustu stundu fyrir heimamenn.

Stefan Ortega átti tvær hörkuvörslur hjá Man City í fyrri hluta síðari hálfleiks. Hann varði fyrst skalla Jarrad Branthwaite og síðar frá Abdoulaye Doucoure.

Á lokakafla leiksins tókst gestunum í Man City að gera út um leikinn með tveimur mörkum. Nico O'Reilly skoraði eftir sendingu Nunes á 84. mínútu og tryggði síðan Mateo Kovacic sigurinn með því að tækla boltann við vítateigslínuna inn í netið. Snyrtilegt mark hjá Króatanum.

Man City er í 4. sæti með 58 stig en Everton í 13. sæti með 38 stig.

West Ham gerði 1-1 jafntefli við botnlið Southampton.

Lundúnaliðið náði ekki að brjóta ísinn fyrr en á annarri mínútu í síðari hálfleik. Niclas Füllkrug kom boltanum á Jarrod Bowen sem gerði níunda mark sitt á tímabilinu.

Southampton fór að hóta marki undir lokin. Jack Stephens og Tyler Dibling gerðu báðir heiðarlegar tilraunir til þess að jafna metin, en skot Stephens var varið af Alphonse Areola á meðan tilraun Dibling fór yfir markið.

Leitin að jöfnunarmarki heppnaðist þó að lokum. Lesley Ugochukwu hamraði boltanum viðstöðulaust á lofti úr miðjum teignum í stöng og inn.

Lokatölur í Lundúnum 1-1. West Ham er í 16. sæti með 36 stig en Southampton, sem er fallið, er á botninum með 11 stig.

Brentford 4 - 2 Brighton
1-0 Bryan Mbeumo ('9 )
1-1 Danny Welbeck ('45 )
2-1 Bryan Mbeumo ('48 )
3-1 Yoane Wissa ('58 )
3-2 Kaoru Mitoma ('81 )
4-2 Christian Norgaard ('90 )
Rautt spjald: Joao Pedro, Brighton ('61)

Crystal Palace 0 - 0 Bournemouth
Rautt spjald: Chris Richards, Crystal Palace ('45)

Everton 0 - 2 Manchester City
0-1 Nico OReilly ('84 )
0-2 Mateo Kovacic ('90 )

West Ham 1 - 1 Southampton
1-0 Jarrod Bowen ('47 )
1-1 Lesley Ugochukwu ('90 )
Athugasemdir
banner
banner