Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 19. maí 2019 18:44
Daníel Geir Moritz
Arnar Gunnlaugs: Mig langaði bara til að æla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði bara til að æla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður út í jöfnunarmark ÍBV á lokasekúndunum í 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Arnar var ekki sáttur við aðdragandan í jöfnunarmarki heimamanna. „Þetta var pjúra brot á Nikolaj. Hann hoppar upp á bakið á honum í aðdraganda marksins. Við hefðum átt að díla betur við þetta. Þetta er að koma of oft fyrir. Barnalegur varnarleikur. Þetta er bara fyrirgjöf og við erum einum fleiri. Sama og á móti FH. Þannig að þetta er fyrst og fremst svekkjandi. Strákarnir lögðu góðan kraft í þetta.“

Víkingur hefur þótt spila flottan bolta en því var ekki til að dreifa í dag. Arnar var ekki par hrifinn af vellinum. „Þetta lúkkar kannski rosalega vel í sjónvarpsvélunum en þetta er bara erfiður völlur. Hann er þungur. Þetta kemur niður á fótboltanum. Við vorum að reyna að spila og boltinn hoppaði í hnéhæð og þetta var ekki eins mikið flæði í leiknum eins og kannski oft hefur verið í sumar.“

Bæði lið áttu erfitt með að sýna gæði í leiknum að sögn Arnars og kom hann aftur að aðdraganda í marki heimamanna. „Kannski er ég að grenja of mikið með þetta brot þarna en þetta er samt svo ógeðslega pirrandi að þegar hann klifrar á bakið á honum og í staðinn fyrir að vera komnir með fína aukaspyrnu að þá bruna þeir í sókn og jafna.“

Viðtalið má sjá hér í heild en þar talar Arnar m.a. um það sem hann kallar barnalegan varnarleik Víkings og þá þrjá hluti sem þarf til að vera góður í fótbolta.
Athugasemdir
banner