Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 19. maí 2019 18:44
Daníel Geir Moritz
Arnar Gunnlaugs: Mig langaði bara til að æla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði bara til að æla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður út í jöfnunarmark ÍBV á lokasekúndunum í 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Arnar var ekki sáttur við aðdragandan í jöfnunarmarki heimamanna. „Þetta var pjúra brot á Nikolaj. Hann hoppar upp á bakið á honum í aðdraganda marksins. Við hefðum átt að díla betur við þetta. Þetta er að koma of oft fyrir. Barnalegur varnarleikur. Þetta er bara fyrirgjöf og við erum einum fleiri. Sama og á móti FH. Þannig að þetta er fyrst og fremst svekkjandi. Strákarnir lögðu góðan kraft í þetta.“

Víkingur hefur þótt spila flottan bolta en því var ekki til að dreifa í dag. Arnar var ekki par hrifinn af vellinum. „Þetta lúkkar kannski rosalega vel í sjónvarpsvélunum en þetta er bara erfiður völlur. Hann er þungur. Þetta kemur niður á fótboltanum. Við vorum að reyna að spila og boltinn hoppaði í hnéhæð og þetta var ekki eins mikið flæði í leiknum eins og kannski oft hefur verið í sumar.“

Bæði lið áttu erfitt með að sýna gæði í leiknum að sögn Arnars og kom hann aftur að aðdraganda í marki heimamanna. „Kannski er ég að grenja of mikið með þetta brot þarna en þetta er samt svo ógeðslega pirrandi að þegar hann klifrar á bakið á honum og í staðinn fyrir að vera komnir með fína aukaspyrnu að þá bruna þeir í sókn og jafna.“

Viðtalið má sjá hér í heild en þar talar Arnar m.a. um það sem hann kallar barnalegan varnarleik Víkings og þá þrjá hluti sem þarf til að vera góður í fótbolta.
Athugasemdir
banner