Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. maí 2019 18:44
Daníel Geir Moritz
Arnar Gunnlaugs: Mig langaði bara til að æla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði bara til að æla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður út í jöfnunarmark ÍBV á lokasekúndunum í 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Arnar var ekki sáttur við aðdragandan í jöfnunarmarki heimamanna. „Þetta var pjúra brot á Nikolaj. Hann hoppar upp á bakið á honum í aðdraganda marksins. Við hefðum átt að díla betur við þetta. Þetta er að koma of oft fyrir. Barnalegur varnarleikur. Þetta er bara fyrirgjöf og við erum einum fleiri. Sama og á móti FH. Þannig að þetta er fyrst og fremst svekkjandi. Strákarnir lögðu góðan kraft í þetta.“

Víkingur hefur þótt spila flottan bolta en því var ekki til að dreifa í dag. Arnar var ekki par hrifinn af vellinum. „Þetta lúkkar kannski rosalega vel í sjónvarpsvélunum en þetta er bara erfiður völlur. Hann er þungur. Þetta kemur niður á fótboltanum. Við vorum að reyna að spila og boltinn hoppaði í hnéhæð og þetta var ekki eins mikið flæði í leiknum eins og kannski oft hefur verið í sumar.“

Bæði lið áttu erfitt með að sýna gæði í leiknum að sögn Arnars og kom hann aftur að aðdraganda í marki heimamanna. „Kannski er ég að grenja of mikið með þetta brot þarna en þetta er samt svo ógeðslega pirrandi að þegar hann klifrar á bakið á honum og í staðinn fyrir að vera komnir með fína aukaspyrnu að þá bruna þeir í sókn og jafna.“

Viðtalið má sjá hér í heild en þar talar Arnar m.a. um það sem hann kallar barnalegan varnarleik Víkings og þá þrjá hluti sem þarf til að vera góður í fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner