Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. maí 2020 15:17
Elvar Geir Magnússon
Sex úr ensku úrvalsdeildinni voru greindir með veiruna
Mynd: Getty Images
Síðustu tvo daga hafa 748 úr ensku úrvalsdeildinni, leikmenn og starfsmenn, verið teknir í skoðun og sýnatökur.

Nú hefur verið greint frá því að sex einstaklingar, frá þremur mismunandi félögum, fengu jákvæða niðurstöðu og eru því með COVID-19 kórónaveiruna.

Enska úrvalsdeildin segir að þessir einstaklingar, sem ekki eru nafngreindir, fari nú í einangrun í sjö daga.

Ensk úrvalsdeildarlið mega frá og með deginum í dag æfa í smáum hópum þar sem fjarlægðarreglur gilda og návígi eru ekki leyfð.

Samkvæmt 'Project Restart' endurkomuáætluninni er vonast til þess að keppni í deildinni geti hafist aftur 12. júní.

Ýmsir aðilar hafa lýst yfir áhyggjum sínum, þar á meðal er Trooy Deeney fyrirliði Watford sem neitar að mæta aftur til æfinga.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner