Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. maí 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus ítalskur bikarmeistari 2021
Federico Chiesa var hetja Juve.
Federico Chiesa var hetja Juve.
Mynd: EPA
Atalanta 1 - 2 Juventus
0-1 Dejan Kulusevski ('31)
1-1 Ruslan Malinovskyi ('41)
1-2 Federico Chiesa ('73)

Atalanta og Juventus áttust við í úrslitaleik ítalska bikarsins í kvöld. Atalanta var betra liðið í fyrri hálfleik en Dejan Kulusevski tók forystuna fyrir Juve með laglegu marki eftir skyndisókn.

Ruslan Malinovskyi gerði svo verðskuldað jöfnunarmark tíu mínútum síðar með góðu skoti eftir að Atalanta hafði unnið boltann hátt uppi á vellinum.

Juve tók völdin á vellinum í síðari hálfleik og átti Federico Chiesa skot í stöng áður en hann gerði það sem reyndist vera sigurmarkið. Chiesa skoraði eftir frábært einstaklingsframtak og þríhyrningsspil við Kulusevski.

Meira var ekki skorað og hampaði Juve ítalska bikarnum í fyrsta sinn síðan 2018. Juve vann fjögur ár í röð frá 2015 til 2018 eftir tuttugu ára bikarþurrð síðan 1995.

Atalanta hefur einu sinni unnið bikarinn, 1963, en fjórum sinnum tapað í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner