Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. maí 2021 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Willock yngstur til að skora sex í röð - Fær tækifæri hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Joe Willock varð í kvöld yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í sex deildarleikjum í röð.

Willock, sem er hjá Newcastle að láni frá Arsenal, gerði eina mark leiksins í sigri gegn föllnu liði Sheffield United.

Willock er 21 árs og 272 daga gamall og hefur verið lykilmaður á miðju Newcastle. Hann er búinn að gera 7 mörk í 13 úrvaldeildarleikjum í vor en þar áður hafði hann aðeins gert eitt úrvalsdeildarmark í 40 leikjum með Arsenal.

Willock á leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og hefur í heildina skorað 11 mörk í 78 keppnisleikjum með Arsenal.

Mikel Arteta ætlar að gefa Willock annað tækifæri með aðalliðinu á næstu leiktíð. Gæti verið að hann sé maðurinn sem vantar til að fullkomna miðju Arsenal?


Athugasemdir
banner
banner
banner