Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikar kvenna: Þróttur skoraði fimm gegn Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 5 - 0 Fylkir
1-0 Sierra Marie Lelii ('15)
2-0 María Eva Eyjólfsdóttir ('34)
3-0 Kristrún Rut Antonsdóttir ('45)
4-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('64)
5-0 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('94)

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  0 Fylkir

Þróttur R. og Fylkir áttust við í Mjólkurbikar kvenna í dag og fóru heimakonur í Þrótti létt með gestina úr Árbænum.

Sierra Marie Lelii skoraði á fimmtándu mínútu eftir fyrirgjöf frá Kristrúni Rut Antonsdóttur og tvöfaldaði María Eva Eyjólfsdóttir forystuna eftir fyrirgjöf frá Caroline Murray.

Þróttur réði gangi mála á vellinum og bætti Kristrún Rut þriðja marki leiksins við skömmu fyrir leikhlé. Í þetta sinn skoraði Þróttur eftir skyndisókn og átti Sierra stoðsendinguna, þar sem hún endurlaunaði Kristrúni greiðann frá því á 15. mínútu.

Þróttarar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik og bættu Freyja Karín Þorvarðardóttir og Sigríður Theód. Guðmundsdóttir sitthvoru markinu við til að innsigla þægilegan 5-0 sigur.

Þróttur er sjöunda liðið til að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, eftir Þór/KA, Keflavík, Grindavík, Val, Aftureldingu og FH.

Stjarnan og Breiðablik eigast við í kvöldleiknum sem er jafnframt stórleikur umferðarinnar.
Athugasemdir
banner