Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 19. maí 2024 16:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri að fara langt með að tryggja City titilinn
Mynd: Getty Images

Manchester City er komið með níu fingur á enska deildarmeistaratitilinn eftir að Rodri kom liðinu í 3-1 forystu gegn West Ham.


Þegar um 20 mínútur eru eftir af tímabilinu er City með fjögurra stiga forystu á Arsenal í titilbaráttunni.

Mark Rodri kom eftir að Bernardo Silva lagði boltann út á hann þar sem hann stóð í D-boganum og hann skaut boltanum í netið. Alphonse Areola var í boltanum en gat ekki haldið honum út úr markinu.

Þetta var áttunda mark hans á tímabilinu. Hann hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu tímabili.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner