Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Schmidt vera þann sjötta til að hafna Bayern
Mynd: EPA
Þýski miðillinn BILD heldur því fram að Roger Schmidt, þjálfari Benfica í Portúgal, sé búinn að hafna starfstilboði frá FC Bayern sem er í þjálfaraleit eftir brottrekstur Thomas Tuchel úr starfi.

Bayern hefur reynt að krækja í Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick á árinu en þær tilraunir báru ekki árangur.

Orðrómar segja svo að Oliver Glasner hjá Crystal Palace hafi einnig hafnað Bayern rétt eins og Thomas Tuchel sjálfur. Bayern tilkynnti Tuchel að hann yrði aðeins út þetta tímabil en sagan segir að þegar liðinu fór að ganga betur hafi stjórn félagsins reynt að sannfæra Tuchel um að halda áfram með liðið.

Bayern hafði unnið ellefu deildartitla í röð fyrir þessa leiktíð þar til Bayer Leverkusen kom öllum á óvart og rúllaði yfir þýsku deildina til að hampa sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner