Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fös 19. júní 2020 20:47
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Ætluðum útaf vellinum með þessi þrjú stig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður með trúna sem við höfðum á þetta, við ætluðum ekki útaf vellinum, sama hvað, nema með þessi þrjú stig,'' sagði Páll Viðar Gíslason eftir dramatískan 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildar karla.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mjög torsótt, fengum á okkur jöfnunarmark strax eftir að við komumst yfir og mér fannst það í ódýrari kantinum. Svo herjuðu þeir á okkur í föstum leikatriðum, með seinni boltana og við vorum heppnir og hentum okkur fyrir.''

Páll hélt áfram: „Svo fannst mér bara ekki spurning hvort liðið vildi þessi þrjú stig. Fannst eins og á tímabili að Grindavík, eðlilega, virtu stigið. En okkur langaði meira og menn voru tilbúnir til þess að gera meira til þess að sækja þetta sæta sigurmark, það er fyrst og fremst það sem ég er ánægður með svona strax eftir leik.''

Mikið hefur verið ritað og rætt um það að Jónas Björgvin Sigurbergsson, Þórsari í húð og hár, yrði kannski ekki með í sumar en Páll Viðar blés á það.

„Við stöndum saman og það vita allir að Jónas er góður í fótbolta, við klárlega þurfum á honum að halda eins og öllum öðrum Þórsurum. Hann stóð sig vel í dag''



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner