Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 19. júní 2020 20:47
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Ætluðum útaf vellinum með þessi þrjú stig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður með trúna sem við höfðum á þetta, við ætluðum ekki útaf vellinum, sama hvað, nema með þessi þrjú stig,'' sagði Páll Viðar Gíslason eftir dramatískan 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildar karla.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mjög torsótt, fengum á okkur jöfnunarmark strax eftir að við komumst yfir og mér fannst það í ódýrari kantinum. Svo herjuðu þeir á okkur í föstum leikatriðum, með seinni boltana og við vorum heppnir og hentum okkur fyrir.''

Páll hélt áfram: „Svo fannst mér bara ekki spurning hvort liðið vildi þessi þrjú stig. Fannst eins og á tímabili að Grindavík, eðlilega, virtu stigið. En okkur langaði meira og menn voru tilbúnir til þess að gera meira til þess að sækja þetta sæta sigurmark, það er fyrst og fremst það sem ég er ánægður með svona strax eftir leik.''

Mikið hefur verið ritað og rætt um það að Jónas Björgvin Sigurbergsson, Þórsari í húð og hár, yrði kannski ekki með í sumar en Páll Viðar blés á það.

„Við stöndum saman og það vita allir að Jónas er góður í fótbolta, við klárlega þurfum á honum að halda eins og öllum öðrum Þórsurum. Hann stóð sig vel í dag''



Athugasemdir
banner