Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 19. júní 2020 20:47
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Ætluðum útaf vellinum með þessi þrjú stig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður með trúna sem við höfðum á þetta, við ætluðum ekki útaf vellinum, sama hvað, nema með þessi þrjú stig,'' sagði Páll Viðar Gíslason eftir dramatískan 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildar karla.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mjög torsótt, fengum á okkur jöfnunarmark strax eftir að við komumst yfir og mér fannst það í ódýrari kantinum. Svo herjuðu þeir á okkur í föstum leikatriðum, með seinni boltana og við vorum heppnir og hentum okkur fyrir.''

Páll hélt áfram: „Svo fannst mér bara ekki spurning hvort liðið vildi þessi þrjú stig. Fannst eins og á tímabili að Grindavík, eðlilega, virtu stigið. En okkur langaði meira og menn voru tilbúnir til þess að gera meira til þess að sækja þetta sæta sigurmark, það er fyrst og fremst það sem ég er ánægður með svona strax eftir leik.''

Mikið hefur verið ritað og rætt um það að Jónas Björgvin Sigurbergsson, Þórsari í húð og hár, yrði kannski ekki með í sumar en Páll Viðar blés á það.

„Við stöndum saman og það vita allir að Jónas er góður í fótbolta, við klárlega þurfum á honum að halda eins og öllum öðrum Þórsurum. Hann stóð sig vel í dag''



Athugasemdir
banner
banner
banner