Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fös 19. júní 2020 20:47
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Ætluðum útaf vellinum með þessi þrjú stig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður með trúna sem við höfðum á þetta, við ætluðum ekki útaf vellinum, sama hvað, nema með þessi þrjú stig,'' sagði Páll Viðar Gíslason eftir dramatískan 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik Lengjudeildar karla.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

„Þetta var mjög torsótt, fengum á okkur jöfnunarmark strax eftir að við komumst yfir og mér fannst það í ódýrari kantinum. Svo herjuðu þeir á okkur í föstum leikatriðum, með seinni boltana og við vorum heppnir og hentum okkur fyrir.''

Páll hélt áfram: „Svo fannst mér bara ekki spurning hvort liðið vildi þessi þrjú stig. Fannst eins og á tímabili að Grindavík, eðlilega, virtu stigið. En okkur langaði meira og menn voru tilbúnir til þess að gera meira til þess að sækja þetta sæta sigurmark, það er fyrst og fremst það sem ég er ánægður með svona strax eftir leik.''

Mikið hefur verið ritað og rætt um það að Jónas Björgvin Sigurbergsson, Þórsari í húð og hár, yrði kannski ekki með í sumar en Páll Viðar blés á það.

„Við stöndum saman og það vita allir að Jónas er góður í fótbolta, við klárlega þurfum á honum að halda eins og öllum öðrum Þórsurum. Hann stóð sig vel í dag''



Athugasemdir
banner