Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves með Brasilíu á Ólympíuleikana
Dani Alves fer til Tókýó í sumar
Dani Alves fer til Tókýó í sumar
Mynd: Getty Images
Andre Jardine, þjálfari U23 ára liðs Brasilíu, hefur valið 18 manna hópinn sem fer á Ólympíuleikana í sumar en hinn 38 ára gamli Dani Alves er í hópnum.

Alves er einn sigursælasti leikmaður allra tíma en hann spilaði með Sevilla, Barcelona, Paris Saint-Germain áður en hann snéri aftur til Brasilíu og gekk til liðs við Sao Paulo.

Hann er 38 ára gamall og enn að gera frábæra hluti með Sao Paulo en Jardine hefur ákveðið að taka hann með á Ólympíuleikana.

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru þá í hópnum. Gabriel, varnarmaður Arsenal, og Douglas Louis, miðjumaður Aston Villa.

Hægt er að sjá hópinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Markverðir:
Santos (Athletico Paranaense)
Brenno (Gremio)

Varnarmenn:
Daniel Alves (Sao Paulo)
Gabriel Menino (Palmeiras)
Guilherme Arana (Atlético Mineiro)
Nino (Fluminense)
Gabriel Magalhães (Arsenal)
Diego Carlos (Sevilla)

Miðjumenn:
Douglas Luiz (Aston Villa)
B. Guimarães (Lyon)
Matheus Henrique (Gremio)
Gerson (Flamengo)
Claudinho (Red Bull Bragantino)

Framherjar:
Malcom (FC Zenit)
Antony (Ajax)
Paulinho (Bayer Leverkusen)
Matheus Cunha (Hertha BSC)
Pedro (Flamengo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner