Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Már spilaði óvænt frammi - „Fannst við þurfa aðeins meiri hraða"
Vel gert hjá Má í gær.
Vel gert hjá Má í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik Pohl hefur glímt við meiðsli að undanförnu.
Jannik Pohl hefur glímt við meiðsli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Már Ægisson var óvænt mættur í fremstu línu Framara í leiknum gegn HK í gær. Már hefur spilað sem vængbakvörður í upphafi móts.

Í fjarveru Jannik Pohl hafa þeir Magnús Ingi Þórðarson eða Viktor Bjarki Daðason spilað með Guðmundi Magnússyni í fremstu línu.

Már gerði vel í gær og skoraði mark Framara með hnitmiðuðu skoti milli fóta Arnars Freys Ólafssonar í marki HK. Því miður fyrir Framara þá komu gestirnir úr HK til baka og unnu sigur.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var spurður út í hlutverk Más í viðtali við Fótbolta.net leik.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ástæðan fyrir því er hraðinn sem hann hefur yfir að ráða. Það er einfalt að verjast okkur þegar við höfum ekki hraða frammi. Gummi er ekki fljótasti maður í heimi en er sterkur í loftinu. Við þurftum einhvern með honum sem var tilbúinn að taka hlaupinn í gegn. Magnús Ingi er búinn að reyna það fyrir okkur og gera það vel, en mér fannst við þurfa aðeins meiri hraða til þess að geta nýtt skyndisóknir betur og svæðin fyrir aftan andstæðinganna. Már gerði það svo sannarlega vel þegar hann skoraði," sagði Rúnar.

Már er 24 ára og var markið hans í gær það fjórða í efstu deild. Már hefur allan sinn feril leikið með Fram ef frá er talinn tími hjá venslafélaginu Úlfunum.

Jannik Pohl hefur verið meiddur frá því í byrjun móts og sakna Framarar hans. Það ætti að styttast í danska framherjann.


Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Athugasemdir
banner
banner