Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 23:46
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: KV upp úr fallsæti eftir sigurmark í uppbótartíma
Einar Már (f.m) skoraði fyrra mark KV
Einar Már (f.m) skoraði fyrra mark KV
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KV 2 - 1 ÍH
1-0 Einar Már Þórisson ('25 )
1-1 Brynjar Jónasson ('38 )
2-1 Sölvi Björnsson ('90 )

KV er komið upp úr fallsæti eftir að hafa gert sigurmark í uppbótartíma í 2-1 sigrinum á ÍH í 3. deild karla á KR-velli num í kvöld.

Einar Már Þórisson kom heimamönnum í 1-0 á 25. mínútu en Brynjar Jónasson jafnaði fyrir ÍH þrettán mínútum síðar.

Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sölvi Björnsson mikilvægt sigurmark sem kom KV upp úr fallsæti. Annað mark hans fyrir KV í sumar.

Annar sigur KV í röð og er liðið nú í 10. sæti með 12 stig en ÍH í 5. sæti með 17 stig.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
Athugasemdir
banner
banner