Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. ágúst 2022 08:35
Elvar Geir Magnússon
City vill ekki selja Bernardo - Casemiro nálgast United
Powerade
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Cody Gakpo í leik með hollenska U21 landsliðinu.
Cody Gakpo í leik með hollenska U21 landsliðinu.
Mynd: EPA
Traore til Tyrklands?
Traore til Tyrklands?
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðamótin og slúðurpakkarnir verða bara áhugaverðari og áhugaverðari. Silva, Guimaraes, Antony, Gakpo, Carrasco, Kluivert og fleiri í pakkanum í dag.

Manchester City vill ekki selja miðjumanninn Bernardo Silva (28) þrátt fyrir áhuga Paris St-Germain og Barcelona á portúgalska landsliðsmanninum. (Sky Sports)

Málin hafa þróast hratt og forráðamenn Manchester United eru bjartsýnir á að Casemiro (30) verði orðinn leikmaður félagsins á næstu dögum. (BBC)

Real Madrid horfir til brasilíska miðjumannsins Bruno Guimaraes (24) hjá Newcastle sem tilvalinn leikmann til að fylla skarð Casemiro. (AS)

PSV Eindhoven vill ekki fá tilboð frá Manchester United í hollenska sóknarmanninn Cody Gakpo (23) þar til eftir seinni leikinn gegn Rangers í umspili fyrir Meistaradeildina þann 24. ágúst. (MailOnline)

Borussia Dortmund mun ekki stökkva á tækifæri til að kaupa Cristiano Ronaldo (37) frá Manchester United, vegna aldurs hans og launa. (Bild)

Íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague segir ljóst að Ronaldo ætti ekki að vera hjá United en vandamálið sé að ekki er neitt augljóst félag sem er tilbúið að sækja hann. (BBC)

Chelsea mun skoða það að lána Christian Pulisic (23) til Manchester United ef bandaríski landsliðsfyrirliðinn samþykkir að framlengja núgildandi samningi sínum. Það eru tvö ár eftir. (MailOnline)

Chelsea er bjartsýnt á að geta náð samkomulagi við Barcelona um gabonska sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (33), fyrrum leikmann Arsenal. Frekari viðræður eru planaðar í komandi viku. (Times)

Ajax hefur hafnað 67,6 milljóna punda tilboði frá Manchester Unted í brasilíska vængmanninn Antony (22). (The Athletic)

Everton hefur verið orðað við enska miðjumanninn Harry Winks (26) hjá Tottenham en Frank Lampard hefur ákveðið að fara ekki lengra með áhugann. (Times)

Tyrkneska félagið Istanbul Basaksehir, sem sló Breiðablik út úr Sambandsdeildinni, hefur áhuga á vængmanninum Bertrand Traore (26) hjá Aston Villa. (MailOnline)

Besiktas vonast til að ganga frá samkomulagi um Dele Alli (26) hjá Everton svo þessi fyrrum landsliðsmaður Englands geti verið í stúkunni í leik liðsins gegn Fatih Karagumruk á sunnudag. (MailOnline)

Fulham er að semja við Roma eftir að hafa gert samkomulag við hollenska vængmanninn Justin Kluivert (23). (Guardian)

West Ham hefur gert annað tilboð í belgíska miðjumanninn Hans Vanaken (29) hjá Club Brugge. Fyrsta tilboði var hafnað. (Sky Sports)

Franski varnarmaðurinn Malo Gusto (19) hjá Lyon er undir smásjám Barcelona og Manchester United. (L'Equipe)

AZ Alkmaar hefur hafnað 15 milljóna punda tilboðum frá Bournemouth og Celta Vigo í Jesper Karlsson (24), þrátt fyrir að sænski sóknarmaðurinn vilji yfirgefa hollenska félagið. (De Telegraaf)

Watford hefur hafnað öðru tilboði frá Newcastle í brasilíska sóknarleikmanninn Joao Pedro (20). Tilboðið er talið hafa hljóðað upp á 22 milljónir punda með möguleika á 3 milljónum til viðbótar. (The Athletic)

Viðræður eru enn í gangi milli Watford og Newcastle þrátt fyrir að öðru tilboði hafi verið hafnað. (Fabrizio Romano)

Crystal Palace hefur áhuga á franska miðjumanninum Houssem Aouar (24) hjá Lyon. Fréttir herma að hann hafi gert munnlegt samkomulag við Nottingham Forest. (L'Equipe)

Leicester hefur hafið viðræður við James Maddison (25) um nýjan samning. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner