Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 19. september 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Freysi: Hvert einasta mark skiptir máli
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð stemning í hópnum og við erum með fiðring í maganum til að ná okkar markmiðum. Ég upplifi hópinn þannig að við erum hungruð í að spila leikinn á morgun," segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, um leikinn gegn Skotum á morgun.

Ísland hefur tryggt sér sæti á EM en liðið vill enda riðilinn án þess að fá mark á sig og enda með fullt hús stiag.

„Það er stórt fyrir okkur að vinna riðilinn. Við erum nálægt því að fara upp um styrkleikaflokk fyrir lokamótið á næsta ári. Hvert einasta mark sem við skorum skiptir máli," sagði Freyr en er hann búinn að reikna út möguleikana á að fara upp um styrkleikaflokk?

„Ég er ekkert geggjaður í stærðfræði en ég sé að það munar einu stigi á okkur og Sviss. Þegar við erum að tala um 1740 stig og það munar einu stigi þá veit ég að hvert einasta smáatriði telur. Það eru spjöld sem telja, mörk og sigrarnir. Sigur á Skotum gefur okkur vel í vasann."

Rúmlega 6000 áhorfendur mættu á Laugardalsvöll á föstudag og sáu Ísland vinna Slóveníu 4-0.

„Það var stemning í stúkunni allan leikinn og það skiptir máli. Ég held að fólki finnist mjög gaman að mæta á leiki hjá okkur og ég á von á fullt af fólki. Tíminn er ekki stórkostlegur en við höfum fengið fregnir af því að fyrirtæki séu að senda starfsfólk á leikinn. Ég held að þetta verði skemmtileg stund á morgun þar sem við náum okkur lokamarkmiðum," sagði Freyr.

Áhorfendametið hjá kvennalandsliðinu er 6647 áhorfendur á leik gegn Úkraínu í umspili um sæti á EM árið 2012. Freyr vonast til að sjá það met slegið á morgun.

„Ég myndi staðfesta það ef leiktíminn væri betri en ég er samt vongóður um að það takist," sagði Freyr að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner