Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 19. september 2019 18:30
Arnar Helgi Magnússon
Ingvi Rafn á Selfossi næsta árið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvi Rafn Óskarsson skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við Selfoss.

Ingvi gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið en hann kom frá nágrönnunum í Árborg.

Hann er búinn að leika 19 leiki fyrir Selfoss á tímabilinu en ekki tekist að skora. Ingvi er miðjumaður en getur einnig leyst stöðu kantmanns.

Selfoss getur enn komist upp í Inkasso-deildina en liðið leikur gegn Kára í síðustu umferðinni sem verður spiluð öll á sama tíma á laugardag. Selfoss þarf að vinna sinn leik og treysta á önnur úrslit.

Það er því mikil spenna fyrir lokaumferðina í 2. deildinni á laugardag og ekki er ólíklegt að Ingvi verði í eldlínunni með Selfyssingum á Akranesi.
Athugasemdir
banner
banner
banner