Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 19. september 2021 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn í skýjunum: Gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel með þetta mjög erfitt og Leiknir spilar virkilega góðan fótbolta. Þeir eru búnir að taka tuttugu stig á þessum velli og að koma hérna undir smá pressu og vinna 1-0, Ég er í skýjunum með það," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

Joey Gibbs skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. „Draumamark frá Joey, gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur. Þetta skilur oft á milli og við höfum oft kvartað yfir að 'delivery'ið' hafi oft vantað í föstum leikatriðum en það hefur batnað núna seinni part móts."

Eysteinn vildi lítið tjá sig um dómgæsluna í leiknum en það voru vafaatriði báðu megin.

Hann var skráður aðstoðarþjálfari, af hverju var það? „Ég veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Þú verður að spyrja einhvern annan að því."

Heyrst hafa sögur að Eysteinn muni hætta sem þjálfari Keflavíkur eftir tímabilið. Hann var spurður hvort hann verði áfram. „Ég hef verið spurður nokkrum sinnum að þessu og ég hef alltaf gefið sama svarið. Við ætlum að klára þetta mót og síðan ræðum við næsta tímabil."

Davíð Snær fékk heimskulegt gult spjald í leiknum.

„Við vorum ekki ánægðir með Davíð, hann bauð dálítið upp á þetta. Hins vegar samræmið í því hvað er verið að gefa spjöld fyrir og ekki... það er ekki spjald þegar það er sett öryggisbelti utan um menn og þeim haldið, það er ekki spjald og svo er spjald fyrir þetta. Ég veit ekki með það, skiptir engu máli."

Eysteinn var svo spurður út í lokaumferðina, leikinn við ÍA og nánar Davíð Snæ sem hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner