Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 19. september 2021 09:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu Bjössi Hreiðars og Óli Jó endurnýja kynni sín?
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjössi og Óli náðu mjög góðum árangri með Val.
Bjössi og Óli náðu mjög góðum árangri með Val.
Mynd: Anna Þonn
Sigurbjörn Hreiðarsson verður ekki áfram þjálfari Grindavíkur og verður athyglisvert að sjá hvað tekur við hjá honum.

„Maður er ekkert hættur. Þetta er bara skref á ferlinum og menn þjálfa á ýmsum stöðum og ýmsa klúbba og lífið heldur áfram. Það verður spilaður fótbolti í Grindavík þó ég hætti. Ég verð á einhverjum góðum stað það er pottþétt mál," sagði Sigurbjörn í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær var slúðrað. Þar kom fram að Sigurbjörn væri mögulega á leið upp í Pepsi Max-deildina; að hann muni gerast aðstoðarþjálfari FH.

„Ég var að heyra kjaftasögu um að Óli Jó verði áfram með FH, en það verði breytingar í teyminu. Að Bjössi Hreiðars myndi aftur mæta við hlið hans," sagði Elvar Geir Magnússon.

Ólafur og Sigurbjörn störfuðu saman hjá Val þar sem þeir náðu mjög góðum árangri; urðu Íslandsmeistarar tvisvar og bikarmeistarar tvisvar.

„Ég heyrði þetta fyrst fyrir tveimur vikum eða svo. Kátínan á bak við tjöldin í Hafnarfirði er ekki mikil með þessa hugmynd Ólafs, enda er aðstoðarþjálfarinn í dag tengdur þarna inn."

Davíð Þór Viðarsson er núverandi aðstoðarþjálfari FH og er hann með mikla tengingu inn í félagið. Það hafa einnig verið sögur um að hann muni taka við sem aðalþjálfari liðsins eftir tímabilið. Hann er fyrrum fyrirliði FH.

Jóhann Birnir yfirmaður fótboltamála?
„Ég veit að FH er líka með pælingar um að ráða yfirmann fótboltamála. Þar hefur Jóhann Birnir (Guðmundsson) verið orðaður við starfið. Það er nóg af sögum í þessu," sagði Elvar.

Jóhann Birnir er fyrrum landsliðsmaður en hann hefur undanfarið starfað sem yfirþjálfari yngri flokka í Keflavík. Hann lét nýverið af störfum þar. „Jóhann hyggst söðla um og hefja störf á nýjum vettvangi," sagði í tilkynningu Keflavíkur.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Bjössi Hreiðars: Ég verð á einhverjum góðum stað
Útvarpsþátturinn - Lengjudeildarverðlaun og íslenskt slúður
Athugasemdir
banner
banner