Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 19. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Snæfellsnesi í A-landsliðið - „Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað"
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð og það er mjög skemmtilegt að vera hérna, ég er virkilega stolt af því. Stelpurnar hafa tekið frábærlega á móti okkur," segir Sædís Rún Heiðarsdóttir, nýliði í íslenska landsliðshópnum, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er búið að vera markmið mjög lengi og það er mjög sætt að vera hérna."

Hvernig var að sjá nafnið sitt á listanum í A-landsliðshópnum?

„Það var smá sjokk en líka mjög skemmtilegt. Þetta kom mér kannski ekki á óvart, en ég veit það ekki. Bara bæði og einhvern veginn."

Sædís hóf fótboltaferil sinn á Snæfellsnesi og byrjaði að spila með Víkingi Ólafsvík áður en fór yfir í Stjörnuna. „Þetta var alltaf markmiðið og ég hef lagt hart að mér til þess að vera hérna. Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað og það er bara að halda áfram núna."

Einn af leikmönnum tímabilsins
Sædís hefur verið einn af leikmönnum tímabilsins í Bestu deildinni en hún hefur verið fastamaður í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hún hefur spilað hlutverk í uppgangi Stjörnunnar undanfarnar vikur en liðið er í mikilli baráttu um að komast aftur í Meistaradeildina.

„Við fórum yfir hlutina og þetta byrjaði að rúlla. Við vissum að við ættum mikið inni og við þyrftum að skila því," segir Sædís.

„Ég fer inn í alla leiki og reyni að standa mig eins vel og ég get og hjálpa liðinu."

Markmiðið hjá Stjörnunni er að komast aftur í Meistaradeildina en í viðtalinu hér að ofan ræðir Sædís um leiki liðsins í keppninni á þessu tímabili. Einnig ræðir hún meira um komandi verkefni með A-landsliðinu og Evrópumótið með U19 landsliðinu sem fór fram í sumar. Sædís var fyrirliði í því liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner