Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 19. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Snæfellsnesi í A-landsliðið - „Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað"
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð og það er mjög skemmtilegt að vera hérna, ég er virkilega stolt af því. Stelpurnar hafa tekið frábærlega á móti okkur," segir Sædís Rún Heiðarsdóttir, nýliði í íslenska landsliðshópnum, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er búið að vera markmið mjög lengi og það er mjög sætt að vera hérna."

Hvernig var að sjá nafnið sitt á listanum í A-landsliðshópnum?

„Það var smá sjokk en líka mjög skemmtilegt. Þetta kom mér kannski ekki á óvart, en ég veit það ekki. Bara bæði og einhvern veginn."

Sædís hóf fótboltaferil sinn á Snæfellsnesi og byrjaði að spila með Víkingi Ólafsvík áður en fór yfir í Stjörnuna. „Þetta var alltaf markmiðið og ég hef lagt hart að mér til þess að vera hérna. Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað og það er bara að halda áfram núna."

Einn af leikmönnum tímabilsins
Sædís hefur verið einn af leikmönnum tímabilsins í Bestu deildinni en hún hefur verið fastamaður í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hún hefur spilað hlutverk í uppgangi Stjörnunnar undanfarnar vikur en liðið er í mikilli baráttu um að komast aftur í Meistaradeildina.

„Við fórum yfir hlutina og þetta byrjaði að rúlla. Við vissum að við ættum mikið inni og við þyrftum að skila því," segir Sædís.

„Ég fer inn í alla leiki og reyni að standa mig eins vel og ég get og hjálpa liðinu."

Markmiðið hjá Stjörnunni er að komast aftur í Meistaradeildina en í viðtalinu hér að ofan ræðir Sædís um leiki liðsins í keppninni á þessu tímabili. Einnig ræðir hún meira um komandi verkefni með A-landsliðinu og Evrópumótið með U19 landsliðinu sem fór fram í sumar. Sædís var fyrirliði í því liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner