Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Markverðirnir stálu sviðsljósinu
Ivan Provedel skoraði laglegt skallamark og náði þannig í stig fyrir Lazio
Ivan Provedel skoraði laglegt skallamark og náði þannig í stig fyrir Lazio
Mynd: Getty Images
Fyrstu átta leikjunum í Meistaradeild Evrópu er lokið og má segja að markverðirnir hafi stolið sviðsljósinu.

Omri Glazer, markvörður Rauðu stjörnunnar, var að eiga frábæran leik í marki liðsins gegn Manchester City. Hann varði hvert færið á fætur öðru, en gerði síðan hræðileg mistök eftir klukkutíma leik.

Julian Alvarez tók aukaspyrnu sem var ætluð liðsfélaga. Boltinn flaug í átt að fjærhorninu og var enginn líklegur til að ná til boltans, en Glazer misreiknaði stöðuna og kýldi boltann í eigið net.

Sjáðu mistökin hjá Glazer

Í leik Lazio og Atlético Madríd var boðið upp á ótrúlegar senur.

Atlético var 1-0 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Luis Alberto tók hornspyrnu sem var hreinsuð aftur til hans. Hann leitaði hægra megin, kom fyrirgjöfinni inn í teig þar sem Ivan Provedel, markvörður liðsins, var mættur til að stanga boltann í netið.

Sjáðu senurnar í Róm

Joe Hart, markvörður Celtic, varði þá vítaspyrnu í 2-0 tapinu gegn Feyenoord, en það gerði liðinu erfitt þegar tveir leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner