Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fim 19. september 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Lengjudeildin
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fínnleikur af okkar hálfu finnst mér, við vorum aggressívir allan tíman og spiluðum flottan bolta. Við náðum að skora þrju sem er bara glæsilegt." Sagði Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann 3-1 sigur á Fjölni í fyrri leik undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Elmar fékk gult spjald í fyrri hálfleik sem var hans fjórða gula spjald á tímabilinu. Þar af leiðandi var Elmar kominn í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Elmar myndi þó ekki vera í banni í seinni leiknum í þessu undanúrslita einvígi, heldur væri hann í banni í úrslitaleiknum ef Afturelding kemst þangað. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ sem myndi úrskurða Elmar í bann hittist á þriðjudögum og næstu leikur gegn Fjölni er á mánudaginn. Elmar fékk hinsvegar sitt seinna gula spjald eftir leik og verður því í banni gegn Fjölni á mánudaginn.

„Ég klúðraði þessu víti, og er bara pirraður. Ég bara missi hausinn þarna, þetta er ekkert flóknara en það." Segir Elmar en hann tekur einnig fram að hann vissi ekki af því að hann myndi vera í banni í úrslitaleiknum ef hann hefði aðeins fengið eitt gult.

Fyrra spjaldið sem Elmar fékk, fékk hann fyrir leikaraskap. Það var hann ekki sáttur með.

„Hann bara sparkar í mig, ég skil ekki hvað er í gangi, af hverju er hann að gefa mér gult? Þetta er mjög skrýtið, ég skyldi þetta ekki. Þannig eðlilega var ég ósáttur með það, en hann er dómarinn og er að gera sitt besta þannig ég virði það." Elmar segir þá að hann hafi ekki mikið verið að hugsa út í það að hann væri á leiðinni í bann. „Það var bara ekki í hausnum á mér á þeirri stundu. Þannig ég bara gerði mér ekki grein fyrir því þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner