Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 19. september 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Lengjudeildin
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fínnleikur af okkar hálfu finnst mér, við vorum aggressívir allan tíman og spiluðum flottan bolta. Við náðum að skora þrju sem er bara glæsilegt." Sagði Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann 3-1 sigur á Fjölni í fyrri leik undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Elmar fékk gult spjald í fyrri hálfleik sem var hans fjórða gula spjald á tímabilinu. Þar af leiðandi var Elmar kominn í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Elmar myndi þó ekki vera í banni í seinni leiknum í þessu undanúrslita einvígi, heldur væri hann í banni í úrslitaleiknum ef Afturelding kemst þangað. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ sem myndi úrskurða Elmar í bann hittist á þriðjudögum og næstu leikur gegn Fjölni er á mánudaginn. Elmar fékk hinsvegar sitt seinna gula spjald eftir leik og verður því í banni gegn Fjölni á mánudaginn.

„Ég klúðraði þessu víti, og er bara pirraður. Ég bara missi hausinn þarna, þetta er ekkert flóknara en það." Segir Elmar en hann tekur einnig fram að hann vissi ekki af því að hann myndi vera í banni í úrslitaleiknum ef hann hefði aðeins fengið eitt gult.

Fyrra spjaldið sem Elmar fékk, fékk hann fyrir leikaraskap. Það var hann ekki sáttur með.

„Hann bara sparkar í mig, ég skil ekki hvað er í gangi, af hverju er hann að gefa mér gult? Þetta er mjög skrýtið, ég skyldi þetta ekki. Þannig eðlilega var ég ósáttur með það, en hann er dómarinn og er að gera sitt besta þannig ég virði það." Elmar segir þá að hann hafi ekki mikið verið að hugsa út í það að hann væri á leiðinni í bann. „Það var bara ekki í hausnum á mér á þeirri stundu. Þannig ég bara gerði mér ekki grein fyrir því þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner