Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 19. september 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Lengjudeildin
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fínnleikur af okkar hálfu finnst mér, við vorum aggressívir allan tíman og spiluðum flottan bolta. Við náðum að skora þrju sem er bara glæsilegt." Sagði Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann 3-1 sigur á Fjölni í fyrri leik undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Elmar fékk gult spjald í fyrri hálfleik sem var hans fjórða gula spjald á tímabilinu. Þar af leiðandi var Elmar kominn í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Elmar myndi þó ekki vera í banni í seinni leiknum í þessu undanúrslita einvígi, heldur væri hann í banni í úrslitaleiknum ef Afturelding kemst þangað. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ sem myndi úrskurða Elmar í bann hittist á þriðjudögum og næstu leikur gegn Fjölni er á mánudaginn. Elmar fékk hinsvegar sitt seinna gula spjald eftir leik og verður því í banni gegn Fjölni á mánudaginn.

„Ég klúðraði þessu víti, og er bara pirraður. Ég bara missi hausinn þarna, þetta er ekkert flóknara en það." Segir Elmar en hann tekur einnig fram að hann vissi ekki af því að hann myndi vera í banni í úrslitaleiknum ef hann hefði aðeins fengið eitt gult.

Fyrra spjaldið sem Elmar fékk, fékk hann fyrir leikaraskap. Það var hann ekki sáttur með.

„Hann bara sparkar í mig, ég skil ekki hvað er í gangi, af hverju er hann að gefa mér gult? Þetta er mjög skrýtið, ég skyldi þetta ekki. Þannig eðlilega var ég ósáttur með það, en hann er dómarinn og er að gera sitt besta þannig ég virði það." Elmar segir þá að hann hafi ekki mikið verið að hugsa út í það að hann væri á leiðinni í bann. „Það var bara ekki í hausnum á mér á þeirri stundu. Þannig ég bara gerði mér ekki grein fyrir því þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner