Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fim 19. september 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Lengjudeildin
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fínnleikur af okkar hálfu finnst mér, við vorum aggressívir allan tíman og spiluðum flottan bolta. Við náðum að skora þrju sem er bara glæsilegt." Sagði Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann 3-1 sigur á Fjölni í fyrri leik undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Elmar fékk gult spjald í fyrri hálfleik sem var hans fjórða gula spjald á tímabilinu. Þar af leiðandi var Elmar kominn í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Elmar myndi þó ekki vera í banni í seinni leiknum í þessu undanúrslita einvígi, heldur væri hann í banni í úrslitaleiknum ef Afturelding kemst þangað. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ sem myndi úrskurða Elmar í bann hittist á þriðjudögum og næstu leikur gegn Fjölni er á mánudaginn. Elmar fékk hinsvegar sitt seinna gula spjald eftir leik og verður því í banni gegn Fjölni á mánudaginn.

„Ég klúðraði þessu víti, og er bara pirraður. Ég bara missi hausinn þarna, þetta er ekkert flóknara en það." Segir Elmar en hann tekur einnig fram að hann vissi ekki af því að hann myndi vera í banni í úrslitaleiknum ef hann hefði aðeins fengið eitt gult.

Fyrra spjaldið sem Elmar fékk, fékk hann fyrir leikaraskap. Það var hann ekki sáttur með.

„Hann bara sparkar í mig, ég skil ekki hvað er í gangi, af hverju er hann að gefa mér gult? Þetta er mjög skrýtið, ég skyldi þetta ekki. Þannig eðlilega var ég ósáttur með það, en hann er dómarinn og er að gera sitt besta þannig ég virði það." Elmar segir þá að hann hafi ekki mikið verið að hugsa út í það að hann væri á leiðinni í bann. „Það var bara ekki í hausnum á mér á þeirri stundu. Þannig ég bara gerði mér ekki grein fyrir því þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner