Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. október 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crouch: Vorum ekki sáttir með vinnuframlag Shaqiri
Mynd: Getty Images
Peter Crouch gaf út bók á dögunum sem er næstum því 300 blaðsíðna löng.

Crouch er þekktur fyrir að vera skemmtilegur karakter og nýtur hann mikilla vinsælda á Englandi og víðar.

Í nýjustu bók sinni rifjar hann meðal annars upp tíma sinn hjá Stoke City, þar sem hann féll ásamt Xherdan Shaqiri og fleirum vorið 2018. Shaqiri var markahæsti maður Stoke á því tímabili með 8 mörk og 7 stoðsendingar, en Crouch er ekki sáttur með hans framlag.

„Shaqiri gat gert frábæra hluti. Hann fór af stað frá hægri kanti, lék á nokkra andstæðinga og endaði á vinstri kanti. Svo varð hann bara eftir þar og skildi liðið eftir berskjaldað," segir í bókinni.

„Joe Allen hljóp þá í skarðið til að hjálpa bakverðinum en þá vantaði okkur mann á miðjuna. Maður hefði haldið að Shaqiri myndi detta niður á miðjuna svo við gætum varist betur en nei, það tók hann heila öld að koma sér aftur í gang. Á endanum hreinsuðum við upp vinstri vænginn en þá fór rangstöðuflaggið alltaf upp - því hægri kantmaðurinn Xherdan Shaqiri var ennþá í rangstöðu á vinstri kanti.

„Það er rétt að hann skoraði 8 mörk, en hann gerði starfið hjá öllum liðsfélögum sínum aðeins erfiðara hinar 85 mínúturnar af leikjunum. Leikmenn voru ekki sáttir með vinnuframlag hans og það skapaði slæmt andrúmsloft í klefanum. Hann passaði ekki í hópinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner