Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 19. október 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Fernandes fyrirliði gegn PSG - Maguire ekki með
Ole Gunnar Solskjær staðfesti á fréttamannafundi rétt í þessu að portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes mun bera fyrirliðaband Manchester United í stórleiknum gegn PSG sem fer fram í París annað kvöld.

Hinn 26 ára gamli Fernandes er aðeins búinn að vera hjá félaginu í tæpt ár en innkoma hans í liðið hefur verið stórkostleg þar sem hann er iðinn við bæði að skora og leggja upp.

Harry Maguire, fyrirliði Man Utd, er ekki í leikmannahópinum vegna meiðsla og þá er Edinson Cavani einnig utan hóps, hann mun því ekki mæta sínum fyrrum liðsfélögum í fyrsta leik eftir brottför. Það hefði verið einstök stund fyrir Cavani, sem er markahæsti leikmaður í sögu PSG.

Angel Di Maria og Ander Herrera, fyrrum leikmenn Man Utd, eru líklegir til að vera í byrjunarliði Frakklandsmeistaranna.
Athugasemdir
banner
banner