Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. október 2020 09:12
Magnús Már Einarsson
Sancho ennþá á óskalista Manchester United
Powerade
jadon Sancho er fastagestur í slúðurpakkanum.
jadon Sancho er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður þá finna ensku blöðin alltaf nýjar kjaftasögur.



Manchester United vonast ennþá eftir að fá Jadon Sancho (20) kantmann Borussia Dortmund. (Star)

Manchester United ætlar einnig að fá Luis Gomes (16) kantmann Sporting Lisabon. Gomes hefur verið kallaður nýr Luis Figo. (Mirror)

Adama Traore (24) ætlar að gera nýjan samning við Wolves upp á 100 þúsund pund í laun á viku. Barcelona og Liverpool hafa sýnt Traore áhuga undanfarið. (Sun)

Jamie Carragher segir að Liverpool verði að kaupa nýjan miðvörð eftir hnémeiðsli Virgil van Dijk. (Mail)

Alisson, markvörður Liverpool, er á undan áætlun í bata sínum eftir meiðsli á öxl. Brasilíumaðurinn gæti snúið aftur í lok mánaðarins. (The Athletic)

N'Golo Kante (29), miðjumaður Chelsea, ætlar ekki að fara frá félaginu á næstunni þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid og Inter. (Star)

Bandarískir fjárfestar eiga í viðræðum um kaup á Burnley. (Mail)

Neil Warnock, stjóri Middlesbrough, segir að það sé Yannick Bolasie, kantmanni Everton, og umboðsmanni hans að kenna að leikmaðurinn kom ekki til Boro á láni. (Yorkshire Post)

Wayne Rooney, leikmaður Derby, fær niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni í dag en hann fór í skimun eftir að vinur hans greindist með veiruna. (Telegraph)

Allan Saint-Maximin (23) varð einn launahæsti leikmaður Newcastle með nýjum sex ára samningi sínum en hann fær nú 70 þúsund pund í laun á viku. (Newcastle Chronicle)

Burnley vill fá Mohamed Simakan (20) miðvörð Strasbourg en hann gæti komið á 15 milljónir í janúar. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner