Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurjón Daði framlengir við Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson, markvörður, hefur framlengt samningi sínum við Fjölni út keppnistímabilið 2023.

„Þetta eru góðar fréttir en Sigurjón er uppalinn Fjölnismaður, sem kemur úr hinum sterka 2001 árgangi félagsins. Sigurjón hefur leikið samtals 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands," segir í tilkynningu Fjölnis.

Sigurjón, sem er 19 ára, hefur spilað þrjá leiki í sumar - einn leik í Pepsi Max-deildinni og tvo leiki í Mjólkurbikarnum.

Fjölnir mun að öllum líkindum spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Liðið er á botni Pepsi Max-deildarinnar með aðeins sex stig eftir 18 leiki. Fjölnir hefur ekki enn unnið deildarleik í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner