Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 19. október 2022 21:44
Elvar Geir Magnússon
Ósáttur Ronaldo strunsaði inn í klefa fyrir lokaflaut - „Fer í þetta mál á morgun“
Manchester United vann frábæran sigur á Tottenham 2-0 í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Cristiano Ronaldo var ónotaður varamaður í leiknum og var greinilega ósáttur við að koma ekkert við sögu.

Hann yfirgaf varamannabekkinn og strunsaði inn í klefa á 90. mínútu. Hann fagnaði því ekki með liðsfélögum sínum.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, staðfesti eftir leik að hann hefði ekki gefið Ronaldo leyfi til að fara inn í klefa.

„Ég er ekki búinn að tala við hann. Ég fer í þetta mál á morgun, ekki núna. Í kvöld fögnum við þessum sigri," sagði Ten Hag eftir leikinn.

Fred og Bruno Fernandes skoruðu mörk Manchester United í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner