Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. nóvember 2023 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes vill fá Joao Neves til Man Utd

Hinn 19 ára gamli Joao Neves leikmaður Benfica er gríðarlega eftirsóttur en Manchester United er meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.


Neves er í leikmannahópi portúgalska landsliðsins sem mætir því íslenska í lokaumferð undankeppni EM í kvöld í Portúgal.

Bruno Fernandes leikmaður Manchester United er einnig í hópnum en hann sagði við portúgalska fjölmiðla að hann myndi vilja sameinast Neves hjá United.

„Ég myndi gjarnan vilja fá hann til United, hann er í hæsta gæðaflokki en þetta er hans val. Hann er frábær leikmaður en þetta fer eftir hugmyndum þjálfarans. Hann á framtíðina fyrir sér, hvort sem það sé hjá United eða einhvers staðar annars staðar," sagði Fernandes.


Athugasemdir
banner