Hinn 19 ára gamli Joao Neves leikmaður Benfica er gríðarlega eftirsóttur en Manchester United er meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.
Neves er í leikmannahópi portúgalska landsliðsins sem mætir því íslenska í lokaumferð undankeppni EM í kvöld í Portúgal.
Bruno Fernandes leikmaður Manchester United er einnig í hópnum en hann sagði við portúgalska fjölmiðla að hann myndi vilja sameinast Neves hjá United.
„Ég myndi gjarnan vilja fá hann til United, hann er í hæsta gæðaflokki en þetta er hans val. Hann er frábær leikmaður en þetta fer eftir hugmyndum þjálfarans. Hann á framtíðina fyrir sér, hvort sem það sé hjá United eða einhvers staðar annars staðar," sagði Fernandes.
Athugasemdir