Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 19. nóvember 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Landsleikur í Portúgal og Íslandsmótið í Futsal
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heimsækir stórveldi Portúgals í lokaumferð í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Strákarnir okkar eiga ekki möguleika á að komast upp í gegnum undanriðilinn og verður fróðlegt að sjá hvernig Åge Hareide landsliðsþjálfari leggur þennan leik upp.

Ísland tapaði í Slóvakíu í vikunni og mun ljúka keppni í undanriðlinum í annað hvort fjórða eða fimmta sæti af sex. Portúgal er aftur á móti með fullt hús stiga og markatöluna 34-2, en þeir unnu aðeins nauman 0-1 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli.

Þá er Íslandsmótið í Futsal einnig á dagskrá, þar sem A-riðill karla verður spilaður. Þar mæta Uppsveitir, KM, Afturelding, Vængir Júpíters og ríkjandi Íslandsmeistarar í Ísbirninum til leiks.

A-riðillinn verður spilaður í íþróttahúsinu á Flúðum, heimavelli Uppsveita. Fyrsti leikur hefst kl. 14:00 og sá síðasti 18:30.

Landslið karla - Undankeppni EM
19:45 Liechtenstein-Lúxemborg (Rheinpark)
19:45 Portúgal-Ísland (Estádio José Alvalade)
19:45 Bosnía-Hersegóvína-Slóvakía (Bilino Polje Stadium)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner