Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nenad og Arnar Logi þjálfa Ægi næstu tvö árin (Staðfest)
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nenad Zivanovic og Arnar Logi Sveinsson eru búnir að skrifa undir tveggja ára samninga við Ægi og munu því þjálfa félagið eftir fall úr Lengjudeildinni.

Litla liðið úr Þorlákshöfn hefur náð frábærum árangri undir stjórn Nenad og mun Arnar Logi reyna fyrir sér sem spilandi aðstoðarþjálfari. Hann lék síðast með Selfoss í Lengjudeildinni fyrir tveimur árum og spilaði 13 leiki með Ægi í sumar.

Arnar Logi, sem er fæddur 1997, tekur við því starfi af Baldvini Má Borgarsyni, sem tekur að sér önnur verkefni innan félagsins.

Nenad tók við þjálfun Ægis 2019 og hefur liðið flogið upp íslenska deildakerfið síðan þá, allt þar til vegferðin stöðvaðist í sumar og Ægismenn féllu niður í 2. deild.

„Markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð sem liðið hefur verið á síðan 2019 og nýta þá reynslu sem hefur áunnist og stefna óhikað aftur upp í Lengjudeild," segir meðal annars í tilkynningu Ægis.

„Við óskum Nenad og Arnari Loga til lukku með nýja samninga ásamt því að þakka Baldvini Borgars fyrir vel unnin störf með Nenad undanfarin 5 ár og erum við afar spennt fyrir framhaldinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner