Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
   þri 19. nóvember 2024 22:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur," sagði Arnór Ingvi Traustason eftir tap Íslands gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

„Fyrstu 25-30 mínúturnar komust þeir hvorki lönd né strönd og við vorum með þá. Svo koma mistök sem maður getur ekki gert á svona háu stigi því þá er manni refsað."

Orri Steinn Óskarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleikinn en hann átti stóran þátt í marki íslenska liðsins.

„Hann er frábær leikmaður og stór partur af okkar liði. Maður getur ekki kastað sér á bakvið það, við missum Jóa líka í hálfleik, það kemur maður í manns stað," sagði Arnór Ingvi.

Ísland mun spila í umspili um að halda sæti sínu í B deild Þjóðadeildarinnar eftir tapið í kvöld.

„Fyrir leik vorum við með hugmyndir um það að fara í A umspilið og eiga möguleika á því að vera í A deildinni, við höfum sýnt það í mörgum leikjum þó svo við höfum sýnt slæm úrslit líka. Það þýðir ekki að dvelja við það núna. Það er bara að taka B umspilið og halda okkur uppi," sagði Arnór Ingvi.


Athugasemdir
banner
banner