Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 19. nóvember 2024 22:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur," sagði Arnór Ingvi Traustason eftir tap Íslands gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

„Fyrstu 25-30 mínúturnar komust þeir hvorki lönd né strönd og við vorum með þá. Svo koma mistök sem maður getur ekki gert á svona háu stigi því þá er manni refsað."

Orri Steinn Óskarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleikinn en hann átti stóran þátt í marki íslenska liðsins.

„Hann er frábær leikmaður og stór partur af okkar liði. Maður getur ekki kastað sér á bakvið það, við missum Jóa líka í hálfleik, það kemur maður í manns stað," sagði Arnór Ingvi.

Ísland mun spila í umspili um að halda sæti sínu í B deild Þjóðadeildarinnar eftir tapið í kvöld.

„Fyrir leik vorum við með hugmyndir um það að fara í A umspilið og eiga möguleika á því að vera í A deildinni, við höfum sýnt það í mörgum leikjum þó svo við höfum sýnt slæm úrslit líka. Það þýðir ekki að dvelja við það núna. Það er bara að taka B umspilið og halda okkur uppi," sagði Arnór Ingvi.


Athugasemdir