Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   þri 19. nóvember 2024 22:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur," sagði Arnór Ingvi Traustason eftir tap Íslands gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

„Fyrstu 25-30 mínúturnar komust þeir hvorki lönd né strönd og við vorum með þá. Svo koma mistök sem maður getur ekki gert á svona háu stigi því þá er manni refsað."

Orri Steinn Óskarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleikinn en hann átti stóran þátt í marki íslenska liðsins.

„Hann er frábær leikmaður og stór partur af okkar liði. Maður getur ekki kastað sér á bakvið það, við missum Jóa líka í hálfleik, það kemur maður í manns stað," sagði Arnór Ingvi.

Ísland mun spila í umspili um að halda sæti sínu í B deild Þjóðadeildarinnar eftir tapið í kvöld.

„Fyrir leik vorum við með hugmyndir um það að fara í A umspilið og eiga möguleika á því að vera í A deildinni, við höfum sýnt það í mörgum leikjum þó svo við höfum sýnt slæm úrslit líka. Það þýðir ekki að dvelja við það núna. Það er bara að taka B umspilið og halda okkur uppi," sagði Arnór Ingvi.


Athugasemdir
banner