Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   þri 19. nóvember 2024 22:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur," sagði Arnór Ingvi Traustason eftir tap Íslands gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

„Fyrstu 25-30 mínúturnar komust þeir hvorki lönd né strönd og við vorum með þá. Svo koma mistök sem maður getur ekki gert á svona háu stigi því þá er manni refsað."

Orri Steinn Óskarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleikinn en hann átti stóran þátt í marki íslenska liðsins.

„Hann er frábær leikmaður og stór partur af okkar liði. Maður getur ekki kastað sér á bakvið það, við missum Jóa líka í hálfleik, það kemur maður í manns stað," sagði Arnór Ingvi.

Ísland mun spila í umspili um að halda sæti sínu í B deild Þjóðadeildarinnar eftir tapið í kvöld.

„Fyrir leik vorum við með hugmyndir um það að fara í A umspilið og eiga möguleika á því að vera í A deildinni, við höfum sýnt það í mörgum leikjum þó svo við höfum sýnt slæm úrslit líka. Það þýðir ekki að dvelja við það núna. Það er bara að taka B umspilið og halda okkur uppi," sagði Arnór Ingvi.


Athugasemdir
banner
banner