Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neville dásamar Messi - „Örlög hans voru að vinna HM"
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enski sparkspekingurinn Gary Neville átti varla til lýsingarorðin til að lýsa Lionel Messi eftir sigur Argentínu á HM, en hann var í settinu á ITV yfir úrslitaleiknum í gær.

Messi vann fyrsta HM-bikarinn á ferlinum og þriðja titil Argentínu á heimsmeistaramóti.

Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 1986 og því kærkomið að skila honum aftur til Argentínu.

Neville talaði um áhrifin sem Messi kom með í argentínska liðið og hvað margir krakkar, sem horfðu á leikinn, eiga eftir að drekkja í sig fótboltamenningu í framtíðinni.

„Messi á að vera miðpunktur athyglinnar og það er eitthvað svo rétt við það að hann hafi unnið HM. Þetta eru eins örlögin voru til staðar fyrir hann. Messi var líka rosalega atkvæðamikill á þessu móti,“ sagði Neville.

„Í öllum leikjum sem hann hefur spilað á ferlinum hefur hann komið með þennan neista. Ef þú hefur séð Lionel Messi með berum augum spila fótbolta þá ertu svakalega heppinn. Ástríðan, tilfinningarnar, baráttan og andinn í Argentínu og þessi tuddaskapur fram að lokaflauti eins og þetta með Emi í markinu, það er svo stórkostlegt.“

„Við vorum að horfa á klippur af Maradona frá HM 1986 fyrir þennan leik og ég man að ég var ungur þegar ég horfði á þetta í æsku. Krakkarnir í dag munu horfa á þetta í kvöld og vilja spila fótbolta og munu gleypa fótboltamenninguna í sig. Þessi leikur hafði svakaleg áhrif á mig í kvöld, en hann mun líka hafa svakaleg áhrif á alla aðra,“
sagði Neville í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner