Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 20. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea eina liðið sem Salah hefur ekki skorað gegn
Mohamed Salah var á skotskónum í gærkvöldi þegar Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum, Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni.

Þegar lítið var eftir lagði United alla áherslu á sóknarleikinn. Það opnaði fyrir Salah framarlega á vellinum og hann náði að nýta sér það undir lokin.

Salah hefur verið algjörlega magnaður fyrir Liverpool frá því hann kom til félagsins frá Roma árið 2017.

Hann hefur núna skorað gegn öllum nema einu af þeim liðum sem hann hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni. Eina liðið sem hann hefur ekki skorað gegn er Swansea, sem leikur núna í Championship-deildinni.


Athugasemdir
banner