Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. janúar 2023 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gugga leggur til að sænski markvörðurinn fái frí í kvöld
Varið skot.
Varið skot.
Mynd: EPA
Íslenska handboltalandsliðið mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í kvöld. Um annan leik Íslands í milliriðli er að ræða og getur Ísland komist í toppsæti riðilsins með sigri í kvöld.

Leikurinn fer fram í Scandinavium höllinni í Gautaborg, Svíar eru því á heimavelli en margir Íslendingar verða í stúkunni.

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er með skilaboð til sænsku þjóðarinnar.

„Hæ Svíþjóð! Palicka má taka því rólega í kvöld, það væri gott ef hann fengi bara frí til að geta hlaðið batteríin fyrir leikinn gegn Portúgal. Kveðja frá Íslandi," skrifar Gugga á Twitter.

Andreas Palicka er markvörður sænska liðsins. Hann er 36 ára gamall og spilar með PSG í Frakklandi.

Guðbjörg lagði hanskana á hilluna í ágúst 2021 og var í kjölfarið ráðinn markvarðaþjálfari Eskilstuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner