Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   mán 20. janúar 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Here we go" á félagaskipti Antony
Antony.
Antony.
Mynd: EPA
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go" á það að Antony sé að yfirgefa Manchester United.

Hann mun ganga í raðir spænska félagsins Real Betis á láni.

Romano segir að verið sé að fara yfir öll gögn og svo muni leikmaðurinn ferðast til Spánar. Um er að ræða lánssamning með engum kaupmöguleika.

Antony hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur til Manchester United frá Ajax fyrir um 95 milljónir evra.

Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en það kom í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner