Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 20. janúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sölvi í viðtali í dag.
Sölvi í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sölvi Geir Ottesen og Arnar Gunnlaugsson.
Sölvi Geir Ottesen og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stígur í stóra skó en er tilbúinn í það.
Stígur í stóra skó en er tilbúinn í það.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sölvi við undirskrift í dag.
Sölvi við undirskrift í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er virkilega stoltur og þakklátur að fá þetta traust," segir Sölvi Geir Ottesen, nýr þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net.

Það var í dag staðfest að Sölvi taki við liðinu af Arnari Gunnlaugssyni sem var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands á dögunum. Viktor Bjarki Arnarsson og Aron Baldvin Þórðarson hafa verið ráðnir hans aðstoðarmenn.

Sölva þarf ekki að kynna fyrir lesendum en hann er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður og hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars undanfarin ár.

Legið lengi í loftinu
Það hefur lengi verið í kortunum að Sölvi taki við af Arnari. Í fyrra var Arnar orðaður við Norrköping í Svíþjóð og þá var það rætt við Sölva að hann myndi taka við liðinu. Hann hefur fengið góðan skóla og mun nú stíga inn í stórt starf.

„Það má segja að það sé mjög langur aðdragandi. Það var byrjað að ræða við mig þegar Norrköping hafði áhuga á Arnari fyrir rúmu ári síðan," segir Sölvi.

„Ég hef vitað af þessu alveg frá því þeir höfðu samband. Það hefur ekkert breyst talið hjá stjórninni hvað það varðar. Ég vissi að það stæði til boða fyrir mig að taka við þessu. Ég hef fengið mjög góðan undirbúning, mjög góðan tíma. Ég er mjög sáttur og þakklátur að hafa fengið þetta traust."

Líður betur undir pressu
Arnar hefur náð mögnuðum árangri með Víking frá 2018, unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þetta eru stórir skór að stíga í.

„Auðvitað er þetta pressa en ég hugsa að maður standi sig betur undir pressu. Þannig var það allavega hjá mér sem leikmanni og líka þegar ég var aðstoðarþjálfari. Þetta lyftir þér bara upp. Þú leggur meiri vinnu í hlutina eftir því sem pressan er meiri. Ég væntist þess af mér og þjálfarateyminu að við munum leggja mikla vinnu í þetta. Ég veit að við munum gera það," segir Sölvi.

Sankað að sér mikilli reynslu á skömmum tíma
Sölvi var frábær leikmaður á sínum ferli en fljótlega eftir að skórnir fóru upp fór hann að þjálfa. Hann hefur sankað að sér reynslu síðustu árin sem aðstoðarþjálfari Víkings og einnig sem hluti af þjálfarateymi Íslands.

„Þegar þú hættir sem leikmaður og tekur við sem þjálfari, þá veistu ekki neitt um fótbolta. Það er allt öðruvísi sýn sem þú hefur á fótbolta og þú ferð að sjá þetta allt öðruvísi. Ég hef oft spurt mig af því af hverju ég fór ekki að spá í að vera þjálfari á meðan ég var leikmaður? Þá hefði ég orðið mikið betri leikmaður," segir Sölvi.

„Ég er búinn að sanka að mér mikilli reynslu, líka með landsliðinu og U21 landsliðinu. Síðan höfum við farið í Evrópuævintýri með Víkingum og keppt um marga titla. Öll reynsla sem þú getur fengið í fótbolta, ég hef fengið hana á tiltölulega skömmum tíma í þjálfun."

Sölvi ætlaði sér ekki að verða þjálfari þegar skórnir fóru upp á hillu en þetta er fljótt að breytast.

„Svona er lífið. Það breytist oft mjög fljótt. Þá er kúnstin að aðlagast fljótt. Ég tel það einn af mínum mestu kostum sem manneskju. Ég er fljótur að aðlagast. Svona er þetta, hlutirnir breytast," segir Sölvi.

Ætlar að halda sambandi við Arnar
Arnar talaði um það við fréttamenn á dögunum að hann væri tilbúinn að hjálpa Sölva ef hann biður um það. Sölvi ætlar að halda sambandi við Arnar.

„Það er klárlega fínt að hann segi það. Líka bara að heyra í honum, hvernig hann hefur það og hvernig hann fílar þetta. Skiptast á með pælingar um fótbolta. Ég hlakka til þegar við heyrumst næst um fótbolta," segir Sölvi en hann segist vera með svipaðar pælingar og Arnar.

„Já, ég held að það sé ekki annað hægt. Hann er búinn að ná að heilaþvo mann síðustu sex árin. Ég held að það sé ekki annað hægt en að vera með svipaðar pælingar. Svo koma inn ákveðin áhersluatriði og svo framvegis. Maður verður svo að aðlagast með fótboltanum og hvernig hann þróast. Ég hlakka mikið til að fara að grúska meira í þessu og halda áfram með Víkingum," segir Sölvi.

Markmiðið er alveg klárt
Velgengnin hefur verið mikil í Fossvogi síðustu árin og stefnan er auðvitað sú að halda henni áfram.

„Já, að sjálfsögðu. Ég held að það sé ekki hægt að líta fram hjá því eða fela sig á bak við það. Við erum með það góðan hóp af leikmönnum og mér finnst við hafa bætt í núna. Við vorum hársbreidd frá því að vinna tvöfalt í fyrra og náðum góðum árangri í Evrópu."

„Markmiðið er alveg klárt og það er að gera betur en í fyrra," segir Sölvi.

Hans fyrsta verkefni verður ekki af minni gerðinni, einvígi gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Skráður heimaleikur Víkings fer fram föstudaginn 13. febrúar og seinni leikurinn fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner