Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Man City og Brentford: Haaland maður leiksins
Erling Braut Haaland var bestur að mati Sky
Erling Braut Haaland var bestur að mati Sky
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erling Braut Haaland var besti maður vallarins í 1-0 sigri Manchester City á Brentford á Etihad-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Haaland skoraði eina mark Man City á 71. mínútu en þar hafði hann aðeins heppnina með sér þegar Kristoffer Ajer rann til, sem gerði það að verkum að Haaland var einn á auðum sjó. Hann kláraði færið vel og kom síðan boltanum aftur í netið níu mínútum síðar með skalla, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Sky Sports gefur Haaland 8 fyrir frammistöðuna en þeir Rodri, Manuel Akanji og Kyle Walker fá sömu einkunn.

Ajer, sem gerði þessi afdrifaríku mistök í vörn Brentford, fær fimm.

Man City:Ederson (7), Walker (8), Stones (7), Dias (7), Akanji (8), Rodri (8), Silva (6), Bobb (7), Alvarez (7), Foden (7), Haaland (8).
Varamenn: Doku (6).

Brentford: Flekken (7), Jorgensen (6), Ajer (5), Mee (6), Roerslev (6), Onyeka (6), Norgaard (5), Janelt (5), Reguilon (5), Wissa (5), Toney (6).
Varamenn: Maupay (6), Jensen (5), Lewis-Potter (5).
Athugasemdir
banner