Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 20. febrúar 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola býst við þriggja hesta titilbaráttu - „Þeir hafa gert ótrúlega hluti“
Guardiola og Erling Braut Haaland
Guardiola og Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, býst við þriggja liða baráttu um titilinn í ár.

Lærisveinar hans komust upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigrinum á Brentford og eru nú aðeins stigi á eftir toppliði Liverpool.

Fæðingin í kvöld var erfið en tókst að lokum. Erling Braut Haaland, sem var langbesti maður Man City á síðasta tímabili, gerði sigurmarkið þegar tuttugu mínútur voru efitr af leiknum.

„Þetta er svo erfitt lið að eiga við. Á síðasta tímabili töpuðum við sex stigum gegn Brentford. Þeir hafa þennan eiginleika með Ivan Toney, sem er alger fyrirmyndarleikmaður. Hann er ótrúlega góður en svo eru þeir líka góðir í aukaspyrnum, innköstum og öðru.“

„Við fengum mörg færi miðað við hversu erfitt það er að spila við þá og unnum leikinn sem við áttum til góða. Frammistaðan var mjög góð og enn og aftur er ég ánægður með úrslitin.“

„Við fengum færri færi í seinni en í fyrri. Við áttum í örlitlu basli með síðari hálfleikinn, en leikmennirnir hafa í mörg ár gert ótrúlega hluti og eru enn að.“


Það má sjá að Erling Braut Haaland er ekki alveg búinn að vera upp á sitt besta síðan hann snéri aftur úr meiðslum, en er þó að reynast liðinu mikilvægur á ögurstundu.

„Hann hefur verið frá í langan tíma en er alltaf ógn í þessum aðstæðum. Við þurfum svona leikmenn. Erling gerir sína vinnu þó svo einhver efist ágæti hans. Þú verður að gera mistök og hann er ótrúlegur leikmaður.“

Guardiola býst þá við því að Man City muni berjast við Arsenal og Liverpool um titilinn þetta tímabilið.

„Það er löng leið og margir leikir eftir. Auðvitað er betra að vinna en við misstum af tækifæri gegn Chelsea. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við erum að færast nær en akkúrat núna erum við í að fara í gegnum aðalhluta tímabilsins. Þetta er erfitt og það verða erfiðir leikir á þessum kafla. Við erum þarna.“

„Ég held að það verði þrjú lið þarna og kannski er hægt að bæta við fleirum á næstu vikum. Ég veit það ekki en ég er nokkuð viss um að Arsenal og Liverpool verði þarna í lok tímabils,“
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner