Í kvöld hefjast 8-liða úrslit A-deildar Þjóðadeildarinnar og óhætt að segja að um fjóra stórleiki sé að ræða.
Ítalía tekur á móti Þýskalandi á San Síró-leikvanginum í Mílanó, en leikmenn á borð við Destiny Udogie og Moise Kean eru í byrjunarliði heimamanna á meðan Jonathan Burkardt er óvænt fremstur hjá Þjóðverjum. Oliver Baumann er í markinu.
Rasmus Höjlund og Patrick Dorgu, leikmenn Manchester United, eru báðir á bekknum hjá Dönum sem fá Portúgal í heimsókn. Cristiano Ronaldo er að sjálfsögðu fremstur hjá gestunum.
Þá eru Frakkar með ógnarsterkt lið gegn Króatíu en þeir Randal Kolo Muani, Ousmane Dembele og Kylian Mbappe leiða sóknarlínuna að þessu sinni.
Jan Paul van Hecke, varnarmaður Brighton, er í byrjunarliði Hollands gegn Spánverjum og þá er Pau Cubarsi í vörn spænska liðsins, en sá hefur verið frábær með Barcelona á tímabilinu.
Allar þjóðirnar eigast síðan aftur við á sunnudag og ræðst þá hvaða lið komast í undanúrslit.
Ítalía: Donnarumma; Di Lorenzo, Calafiori, Bastoni; Politano, Barella, Rovella, Tonali, Udogie; Raspadori, Kean
Þýskaland: Baumann; Kimmich, Rüdiger, Tah, Raum; Amiri, Gross, Goretzka; Sané, Musiala; Burkardt.
Danmörk: Schmeichel; Isaksen, Kristensen, Andersen, Vestergaard, Maehle; Hjulmand, Norgaard, Eriksen; Biereth, Lindstrom
Portúgal: Diogo Costa; Dalot, António Silva, Rúben Dias, Nuno Mendes; Vitinha, João Neves; Pedro Neto, Bruno Fernandes, Leao; Cristiano.
Króatía: Livakovic; Stanisic, Sutalo, Caleta-Car, Gvardiol; Modric, Kovacic; Kramaric, Baturina, Perisic; Budimir
Frakkland: Maignan; Koundé, Konaté, Saliba, Digne; Guendouzi, Tchouaméni, Rabiot; Kolo Muani, Dembélé, Mbappé.
Holland: Verbruggen; Geertruida, Van Hecke, Van Dijk, Hato; De Jong, Kluivert, Reijnders; Frimpong, Depay, Gakpo
Spánn: Unai Simón; Pedro Porro, Le Normand, Cubarsí, Cucurella; Pedri, Zubimendi, Fabián Ruiz; Lamine Yamal, Morata, Nico Williams.
Athugasemdir