Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fim 20. mars 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Isak orðaður við Liverpool - „Vil bara standa mig fyrir Newcastle"
Mynd: EPA
„Það er ekki mikið að segja í raun. Ég hef nokkrum sinnum tjáð mig um stöðu mína hjá Newcastle," sagði Alexander Isak, framherji Newcastle, en hann er sem stendur með sænska landsliðinu.

„Það hefur verið skrifað um hversu mikið ég elska borgina og félagið, hvernig mér líður."

Isak hefur verið orðaður við Liverpool og þá hefur líka verið skrifað um að hann gæti tvöfaldað launin sín með nýjum samningi við Newcastle. Verðmiðinn á honum er sagður rúmlega 100 milljónir punda. Hann er 25 ára og á þrjú ár eftir af samningi sínum.

Hann er einn heitasti framherji heims í dag og hjálpaði Newcastle að vinna sinn fyrsta titil í 70 ár á sunnudaginn með marki gegn Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins.

„Ég er ekki að hugsa um framtíðina. Ég vil bara standa mig fyrir Newastle. Núna erum við búnir að vinna bikarinn en við viljum klára tímabilið vel og ná Meistaradeildarsæti. Einbeitingin mín er þar," segir Isak.
Athugasemdir
banner
banner