Norski sóknarmaðurinn Chrisander Björndalen Sörum er þessa dagana á reynslu hjá ÍA en félagið er í sóknarmannsleit eftir að Hinrik Harðarson var seldur til Odd á dögunum.
ÍA hefur verið orðað við Tryggva Hrafn Haraldsson hjá Val og Adolf Daða Birgisson hjá Stjörnunni. Ef allt gengur upp þá gæti hins vegar Sörum verið leikmaðurinn sem ÍA er að leita að.
ÍA hefur verið orðað við Tryggva Hrafn Haraldsson hjá Val og Adolf Daða Birgisson hjá Stjörnunni. Ef allt gengur upp þá gæti hins vegar Sörum verið leikmaðurinn sem ÍA er að leita að.
Sörum er fæddur árið 2006 og er nýorðinn 19 ára. Hann er sóknarmaður, skráður hægri kantmaður.
Hann er uppalinn hjá Mjöndalen og hefur einnig verið á mála hjá Strömsgodset. Hann hefur spilað í neðri deildum Noregs með Eik Tönsberg og varaliði Strömsgodset.
Hann þótti á sínum tíma gríðarlegt efni, á að baki fjóra leiki með U15 landsliði Noregs og var árið 2021 orðaður við Manchester United. Hann var þá 14 ára en var þegar byrjaður að spila með U19 í Strömsgodset og hafði farið á reynslu til Leeds. Seinna fór hann svo á reynslu til Ajax.
Sörum er hjá sömu umboðsskrifstofu og Erik Tobias Sandberg sem er miðvörður ÍA.
Athugasemdir