Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappé vill komast í sögubækurnar með titlaþrennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franski sóknarleikmaðurinn Kylian Mbappé er gríðarlega spenntur fyrir dvöl sinni hjá Real Madrid og segir að markmið félagsins sé að vinna sína fyrstu þrennu.

Þrátt fyrir að vera sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu og í sögu La Liga, spænsku deildarinnar, hefur Real Madrid aldrei tekist að vinna bikarþrennu sem inniheldur La Liga, Copa del Rey og Meistaradeild Evrópu. Þetta er þrenna sem Barcelona hefur unnið í tvígang.

„Ég er mjög einbeittur að því að gera mitt besta fyrir Real Madrid, við erum á þeim stað að við getum ennþá unnið þrennuna og er það markmiðið okkar. Þetta er eitthvað sem Real Madrid hefur aldrei tekist að gera, það væri stórkostlegt að afreka þetta á mínu fyrsta tímabili hér," sagði Mbappé við Le Parisien og var svo spurður út í sitt fyrrum félag PSG. „Ég óska þeim alls hins besta en ég er ekkert að hugsa um þá núna."

Real Madrid getur mætt PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Frakkarnir þurfa að komast framhjá Luka Modric og félögum til að vinna sér inn farmiða í úrslitaleikinn.

„Luka Modric er einn af bestu leikmönnum allra tíma. Hann er fyrirliðinn okkar og einn af bestu leikmönnum liðsins þrátt fyrir hækkandi aldur. Hann á augljóslega ekki 20 ár eftir þannig við verðum að njóta þess litla tíma sem við eigum eftir með honum. Ég nýt þess mikið að spila og æfa með honum."

Talið er að Modric muni vera áfram hjá Real Madrid á næstu leiktíð. Hann mun gera eins árs samning við félagið í sumar enda hefur hann komið við sögu í 44 leikjum á yfirstandandi tímabili þrátt fyrir að vera 39 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner