Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   fim 20. mars 2025 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini ræddi stöðu sonar síns - „Stundum ertu bara ekki í náðinni"
Á landsliðsæfingunni.
Á landsliðsæfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Hertha Berlin í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, hefur lítið fengið að spila síðustu mánuði og verið ónotaður varamaður í mörgum leikjum. Hertha gerði þjálfarabreytingu nýlega en ekkert breyttist hjá Jóni Degi, hann kom ekkert við sögu í fyrsta leik.

Hann hins vegar spilaði með liðinu um síðustu helgi og stóð sig vel. Faðir Jóns Dags, kvennalandsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson, var spurður út í son sinn í viðtali við Vísi í gær.

„Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki. Hann er búinn að vera ótrúlega brattur, þannig séð. Hefur æft vel og gert hlutina mjög fagmannlega þarna úti og hefur alveg fengið hrós fyrir það, þó hann hafi ekki fengið að spila, frá fólki í kring fyrir það hversu mikill fagmaður hann er," sagði Steini.

„En þetta er bara partur af fótboltanum, stundum ertu bara ekki í náðinni. Þó það sé skipt um þjálfara heldur það bara áfram. Þú þarft bara að berja þetta í gegn og sýna það á æfingum að þú sért þess verðugur. Ég hef enga trú á öðru en að hann komist í gegnum þetta eins og hann gerir alltaf," sagði Steini. Viðtalið má nálgast hér að neðan

Íslenska liðið á leik í kvöld gegn Kósovó. Leikurinn fer fram í Pristina, hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner